Úrval - 01.12.1952, Síða 103

Úrval - 01.12.1952, Síða 103
LlPSREYNSLA 101 honum; hann Iofaði því hátíð- lega að lesa eins og hestur næsta vetur. Þetta var prýðilegt bréf. Frú Garnet horfði á eiginmann sinn lesa það við morgunverðar- borðið; hún lét sig engu skipta ólundarsvipinn á andliti hans. Hann kastaði því til hennar. ,,Ég skil ekki, hvers vegna þú þurftir að segja honum Nikka frá því sem ég trúði þér fyrir. Það var illa gert. Þú ert búinn að koma honum í uppnám.“ „Fyrirgefðu. Ég hélt, að hann hefði gaman að vita að Braba- zon ofursti hefur svona mikið álit á honum. Ég skil ekki hvers vegna maður á aðeins að segja fólki frá því, sem sagt er niðr- andi um það. — Auðvitað tók ég það skýrt fram, að ekki kæmi til mála að hann færi.“ „Þú hefur komið mér í and- styggilega klípu. Ég hata ekk- ert meira en að sonur minn líti á mig sem afturhaldsdurg og harðstjóra." „Það gerir hann aldrei. Það getur verið, að honum finnist þetta vera kjánaskapur og ein- þykkni af þér, en honum skilst áreiðanlega, að þú ert svona óþjáll, af því að það er honum fyrir beztu.“ „Guð minn góður,“ sagði Hen- ry Garnet. Það lá við að kona hans færi að hlæja. Hún vissi, að sigurinn var unninn. Almáttugur, hvað það var auðvelt að láta karl- mennina gera það sem maður vildi að þeir gerðu. Henry Gar- net streittist á móti til mála- mynda í f jörutíu og átta klukku- stundir, en þá gafst hann upp, og hálfum mánuði seinna var Nikki kominn til London. Hann átti að leggja af stað til Monte Carlo næsta morgun, og eftir miðdegisverðinn, þegar frú Gar- net og eldri dóttirin voru farn- ar, notaði Henry tækifærið til þess að gefa syni sínum nokkr- ar góðar ráðleggingar. „Mér er ekki vel við að láta þig, ekki eldri en þú ert, fara einsamlan til borgar eins og Monte Carlo,“ sagði hann að lokum, „en við því er ekkert að gera, ég vona bara, að þú hegð- ir þér skynsamlega. Ég vil ekki vera ósanngjarn, en það er eink- um þrennt, sem ég ætla að vara þig við: eitt er fjárhættuspil, spilaðu ekki; annað er pening- ar, lánaðu engum peninga; og það þriðja er kvenfólk, skiptu þér ekki af kvenfólki. Ef þú var- ast þetta þrennt, ferðu þér ekki alvarlega að voða, mundu þess vegna vel eftir því.“ „Allt í lagi, pabbi,“ sagði Nikki brosandi. „Þetta eru mín síðustu orð. Ég þekki veröldina, og trúðu mér, þetta eru holl ráð.“ „Ég skal ekki gleyma beim. Ég lofa því.“ „Nú ertu góður drengur. Við skulum fara upp til kvenfólks- ins.“ Nikki sigraði hvorki Austin né von Cramm í Monte Carlo keppninni, en hann varð sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.