Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 103
LlPSREYNSLA
101
honum; hann Iofaði því hátíð-
lega að lesa eins og hestur næsta
vetur. Þetta var prýðilegt bréf.
Frú Garnet horfði á eiginmann
sinn lesa það við morgunverðar-
borðið; hún lét sig engu skipta
ólundarsvipinn á andliti hans.
Hann kastaði því til hennar.
,,Ég skil ekki, hvers vegna þú
þurftir að segja honum Nikka
frá því sem ég trúði þér fyrir.
Það var illa gert. Þú ert búinn
að koma honum í uppnám.“
„Fyrirgefðu. Ég hélt, að hann
hefði gaman að vita að Braba-
zon ofursti hefur svona mikið
álit á honum. Ég skil ekki hvers
vegna maður á aðeins að segja
fólki frá því, sem sagt er niðr-
andi um það. — Auðvitað tók
ég það skýrt fram, að ekki kæmi
til mála að hann færi.“
„Þú hefur komið mér í and-
styggilega klípu. Ég hata ekk-
ert meira en að sonur minn líti á
mig sem afturhaldsdurg og
harðstjóra."
„Það gerir hann aldrei. Það
getur verið, að honum finnist
þetta vera kjánaskapur og ein-
þykkni af þér, en honum skilst
áreiðanlega, að þú ert svona
óþjáll, af því að það er honum
fyrir beztu.“
„Guð minn góður,“ sagði Hen-
ry Garnet.
Það lá við að kona hans færi
að hlæja. Hún vissi, að sigurinn
var unninn. Almáttugur, hvað
það var auðvelt að láta karl-
mennina gera það sem maður
vildi að þeir gerðu. Henry Gar-
net streittist á móti til mála-
mynda í f jörutíu og átta klukku-
stundir, en þá gafst hann upp,
og hálfum mánuði seinna var
Nikki kominn til London. Hann
átti að leggja af stað til Monte
Carlo næsta morgun, og eftir
miðdegisverðinn, þegar frú Gar-
net og eldri dóttirin voru farn-
ar, notaði Henry tækifærið til
þess að gefa syni sínum nokkr-
ar góðar ráðleggingar.
„Mér er ekki vel við að láta
þig, ekki eldri en þú ert, fara
einsamlan til borgar eins og
Monte Carlo,“ sagði hann að
lokum, „en við því er ekkert að
gera, ég vona bara, að þú hegð-
ir þér skynsamlega. Ég vil ekki
vera ósanngjarn, en það er eink-
um þrennt, sem ég ætla að vara
þig við: eitt er fjárhættuspil,
spilaðu ekki; annað er pening-
ar, lánaðu engum peninga; og
það þriðja er kvenfólk, skiptu
þér ekki af kvenfólki. Ef þú var-
ast þetta þrennt, ferðu þér ekki
alvarlega að voða, mundu þess
vegna vel eftir því.“
„Allt í lagi, pabbi,“ sagði
Nikki brosandi.
„Þetta eru mín síðustu orð.
Ég þekki veröldina, og trúðu
mér, þetta eru holl ráð.“
„Ég skal ekki gleyma beim.
Ég lofa því.“
„Nú ertu góður drengur. Við
skulum fara upp til kvenfólks-
ins.“
Nikki sigraði hvorki Austin
né von Cramm í Monte Carlo
keppninni, en hann varð sér