Úrval - 01.12.1952, Síða 109

Úrval - 01.12.1952, Síða 109
LÍFSREYNSLA 107 að muna eftir ráðleggingunni. Hann hafði ekki heldur gleymt henni; hann var að hugsa um hana einmitt á þessu augnabiiki. En allt er breytingum háð. Hún var falleg kona; það var aula- skapur að snúa bakinu við ævin- týrinu, þegar manni var fært það svona upp í hendurnar. Hann borgaði bílinn fyrir fram- an hótelið þar sem hún bjó. _,,Ég geng heim,“ sagði hann. „Ég hef gott af því að fá mér ferskt loft eftir alla svækjuna." „Komið þér upp augnablik,11 sagði hún. „Mig langar til að sýna yður mynd af litla drengn- um jmínum.“ ,,Ó, eigið þér lítinn dreng?“ sagði hann, hálfhvumsa. „Já, yndislegan lítinn dreng.“ Hann gekk á eftir henni upp stigann. Hann langaði ekki minnstu vitund til að sjá mynd- ina af litla drengnum hennar, en honum fannst það sjálfsögð kurteisi, að láta sem hann lang- aði til þess. Hann var hræddur um að hann hefði hagað sér eins og flón; honum datt í hug, að hún væri að sýna honum mynd- ina til þess að gefa honum kurt- eislega til kynna, að honum hefði skjátlazt. Hann sagði henni, að hann væri átján ára. „Hún lítur sennilega á mig sem krakka.“ Hann fór að óska þess, að hann hefði ekki eytt svona mikl- um peningum í kampavín í næt- urklúbbnum. En hún sýndi honum ekki myndina af litla drengnum, þeg- ar til kom. Þau voru ekki fyrr komin inn í herbergið hennar en hún sneri sér að honum, vafði örmunum um hálsinn á honum og kyssti hann beint á munn- inn. Hann hafði aldrei á ævi sinni verið kysstur eins ofsa- lega. „Elskan,“ sagði hún. Eitt andartak skaut ráðlegg- ingum föðurins á ný upp í huga Nikka, svo gleymdi hann þeim. # Nikki svaf venjulega laust og vaknaði jafnan við minnsta háv- aða. Tveim eða þrem stundum seinna vaknaði hann og áttaði sig ekki í svipinn, hvar hann var staddur. Það var ekki al- dimmt í herberginu, því að hurð- in á baðherberginu var í hálfa gátt, og ljós logaði þar inni. Allt í einu varð hann þess var, að einhver var á ferli í herberg- inu. Þá mundi hann eftir öllu saman. Hann sá að þetta var vinkona hans, og hann var í þann veginn að yrða á hana, en hátta- lag hennar var svo einkennilegt, að hann hætti við það. Hún gekk mjög gætilega, eins og hún væri hrædd um að vekja hann; hún staðnæmdist einu sinni eða tvis- var og leit í áttina til rúmsins. Hann fór að velta því fyrir sér hvað þetta ætti að þýða. Það leið ekki á löngu áður en hann komst að raun um það. Hún gekk að stólnum, þar sem hann hafði lagt fötin sín og leit enn einu sinni í áttina til hans. Svo beið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.