Úrval - 01.12.1952, Side 109
LÍFSREYNSLA
107
að muna eftir ráðleggingunni.
Hann hafði ekki heldur gleymt
henni; hann var að hugsa um
hana einmitt á þessu augnabiiki.
En allt er breytingum háð. Hún
var falleg kona; það var aula-
skapur að snúa bakinu við ævin-
týrinu, þegar manni var fært
það svona upp í hendurnar.
Hann borgaði bílinn fyrir fram-
an hótelið þar sem hún bjó.
_,,Ég geng heim,“ sagði hann.
„Ég hef gott af því að fá mér
ferskt loft eftir alla svækjuna."
„Komið þér upp augnablik,11
sagði hún. „Mig langar til að
sýna yður mynd af litla drengn-
um jmínum.“
,,Ó, eigið þér lítinn dreng?“
sagði hann, hálfhvumsa.
„Já, yndislegan lítinn dreng.“
Hann gekk á eftir henni upp
stigann. Hann langaði ekki
minnstu vitund til að sjá mynd-
ina af litla drengnum hennar,
en honum fannst það sjálfsögð
kurteisi, að láta sem hann lang-
aði til þess. Hann var hræddur
um að hann hefði hagað sér eins
og flón; honum datt í hug, að
hún væri að sýna honum mynd-
ina til þess að gefa honum kurt-
eislega til kynna, að honum
hefði skjátlazt. Hann sagði
henni, að hann væri átján ára.
„Hún lítur sennilega á mig
sem krakka.“
Hann fór að óska þess, að
hann hefði ekki eytt svona mikl-
um peningum í kampavín í næt-
urklúbbnum.
En hún sýndi honum ekki
myndina af litla drengnum, þeg-
ar til kom. Þau voru ekki fyrr
komin inn í herbergið hennar
en hún sneri sér að honum, vafði
örmunum um hálsinn á honum
og kyssti hann beint á munn-
inn. Hann hafði aldrei á ævi
sinni verið kysstur eins ofsa-
lega.
„Elskan,“ sagði hún.
Eitt andartak skaut ráðlegg-
ingum föðurins á ný upp í huga
Nikka, svo gleymdi hann þeim.
#
Nikki svaf venjulega laust og
vaknaði jafnan við minnsta háv-
aða. Tveim eða þrem stundum
seinna vaknaði hann og áttaði
sig ekki í svipinn, hvar hann
var staddur. Það var ekki al-
dimmt í herberginu, því að hurð-
in á baðherberginu var í hálfa
gátt, og ljós logaði þar inni.
Allt í einu varð hann þess var,
að einhver var á ferli í herberg-
inu. Þá mundi hann eftir öllu
saman. Hann sá að þetta var
vinkona hans, og hann var í þann
veginn að yrða á hana, en hátta-
lag hennar var svo einkennilegt,
að hann hætti við það. Hún gekk
mjög gætilega, eins og hún væri
hrædd um að vekja hann; hún
staðnæmdist einu sinni eða tvis-
var og leit í áttina til rúmsins.
Hann fór að velta því fyrir sér
hvað þetta ætti að þýða. Það leið
ekki á löngu áður en hann komst
að raun um það. Hún gekk að
stólnum, þar sem hann hafði
lagt fötin sín og leit enn einu
sinni í áttina til hans. Svo beið