Úrval - 01.12.1952, Page 111
LÍFSREYNSLA
109
inn í að ná peningunum aftur,
en hann vissi ekki almennilega
hvernig hann átti að fara að því.
Hann vildi f orðast uppnám, hann
var ókunnugur maður, staddur
í hóteli, sem hann þekkti ekki;
það gat vel hugsast, að kven-
mannsskrattinn ætti kunningja
þarna; hann var ekkert smeykur
við að lenda í heiðarlegum
slagsmálum, en það myndi verða
minna úr honum, ef einhver mið-
aði á hann byssu. Hann var líka
svo skynsamur að viðurkenna,
að hann gæti alls ekki sannað,
að hann ætti peningana. Ef í
odda skærist og hún legði eið
út á að hún ætti þá, var ekkert
líklegra en að hann yrði hand-
tekinn og fluttur á næstu lög-
reglustöð. Hann vissi ekki, hvað
hann átti að gera. Brátt heyrði
hann á andardrætti hennar, að
hún var sofnuð. Hún hlaut að
hafa sofnað sæl og ánægð, því
að hún hafði unnið verk sitt vel.
Það jók á gremju Nikka, að hun
skyldi sofa svona vært, þegar
hann lá vakandi, kvalinn af
þungum áhyggjum. Skyndilega
datt honum dáiítið í hug. Hug-
myndin var svo góð, að það var
aðeins með herkjubrögðum, að
hann gat stillt sig um að stökkva
fram úr rúrninu og framkvæma
hana umsvifalaust. Það gátu
fleiri en hún leikið þennan leik.
Hún hafði stolið peningunum
hans; gott og vel: hann ætlaði
að stela þeim aftur, þá voru
þau jöfn. Hann ákvað að bíða
þar til hann væri viss um að
hún væri steinsofnuð. Honum
fannst tíminn vera afarlengi að
líða. Hún bærði ekki á sér. And-
ardráttur hennar var eins reglu-
legur og sofandi barns.
,,Elskan,“ sagði hann loks.
Ekkert svar. Engin hreyfing.
Hún steinsvaf. Hann smeygði
sér hægt og gætilega fram úr
rúminu. Hann stóð kyrr nokkra
stund og horfði á hana, til þess
að aðgæta, hvort hún hefði
rumskað. Andardráttur hennar
var jafnreglulegur og fyrr. Með-
an hann beið, setti hann á sig
hvar húsgögnin stóðu í herberg-
inu, svo að hann gæti varast að
reka sig á stól eða borð. Hann
steig tvö skref og beið; svo steig
hann önnur tvö; hann var létt-
stígur og það heyrðist ekkert
til hans; hann var fimm mínút-
ur út að glugganum, og þar
beið hann enn um stund. Hann
hrökk við, því að það brakaði
í rúminu, en það var aðeins af
því að unga frúin var að snúa
sér í svefninum. Hann ákvað að
bíða meðan hann teldi upp að
hundrað. Hún svaf eins og
steinn. Hann tók varlega um
stöngulinn á blóminu og lyfti
því upp úr pottinum. Svo stakk
hann hinni hendinni niður í
hann; hann fékk ákafan hjart-
slátt, þegar fingur hans snertu
pengingaseðlana; hann kreppti
höndina utan um þá og dró hana
hægt upp úr pottinum. Hann
kom blóminu aftur fyrir á sín-
um stað og þrýsti moldinni nið-
ur með fingrunum, eins og hún