Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 112
110
XÍRVAL,
hafði gert. Meðan hann var að
þessu, hafði hann ekki augun
af rúmiiiu. Þar var engin hreyf-
ing. Eftir að hafa dokað við
stundarkorn, læddist hann að
stólnum, þar sem fötin hans
voru. Fyrst stakk hann seðla-
bunkanum í jakkavasann, en svo
fór hann að klæða sig. Hann var
stundarfjórðung að koma sér
í fötin, því að hann varð að
fara hljóðlega að öllu. Hann átti
í dálitlum erfiðleikum með að
hnýta á sig slifsið, án þess að
hafa spegil, en hann hugsaði sem
svo, og það var mjög skynsam-
legt af honum, að það gerði í
rauninni ekkert til þó að það
væri ekki vel hnýtt. Hann var
farinn að líta bjartari augum
á lífið. Eftir á að hyggja var
þetta bara skemmtilegasta ævin-
týri. Loks var hann alklæddur
að öðru leyti en því, að hann
átti eftir að fara í skóna; hann
tók þá upp og ætlaði að fara
í þá frammi á ganginum. Hann
varð að ganga þvert yfir gólfið
til þess að komast fram að dyr-
unum. Hann komst þangað án
þess að valda hávaða. En dyrn-
ar voru læstar. Hann sneri lykl-
inum varlega; það ískraði í
skránni.
,,Hver er þar?“
Unga konan settist allt í einu
upp í rúminu. Nikka brá ógur-
lega. Hann reyndi af fremsta
megni að láta sem ekkert væri.
„Það er bara ég. Klukkan er
sex og ég verð að fara. Eg vildi
ekki vekja þig.“
„O, ég gleymdi því.“
Hún lagðist aftur út af.
„Úr því að þú ert vöknuð,
ætla ég að fara í skóna.“
Hann settist á rúmstokkinn
og fór í skóna.
„Ilafðu ekki hátt, þegar þú
ferð. Það er ekki vel liðið hér.
Ó, ég er svo syfjuð.“
„Farðu bara að sofa aftur.“
„Kysstu mig áður en þú ferð.“
Hann laut niður að henni og
kyssti hana. „Þú ert fallegur
drengur og yndislegur elskhugi.
Bon voyage.“
Nikka fannst hann ekki vera
öruggur fyrr en hann var kom-
inn út á götu. Það var orðið
bjart af degi. Himinninn var
heiður og á höfninni lágu snekkj-
ur og fiskibátarhreyfingarlaus á
sléttum sjónum. Á hafnarbakk-
anum voru fiskimennirnir að búa
sig undir dagsverkið. Strætin
voru auð og mannlaus. Nikki
andaði djúpt að sér fersku morg-
unloftinu. Honum leið sérstak-
lega vel. Hann gekk mannlega
og hnakkakertur upp hæðina og
fram hjá görðunum við spila-
vítið — döggin glitraði yndis-
lega á blómunum í morgunljóm-
anum, — þangað til hann var
kominn að hótelinu sínu. Nikki
fór upp í herbergið sitt og fékk
sér heitt bað. Meðan hann var
í baðinu, hugsaði hann til þess
með ánægju, að hann væri ekki
eins mikill aulabárður og sumir
héldu. Eftir baðið gerði hann
leikfimisæfingar, klæddi sig,
gekk frá farangri sínum og fór