Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 116
Jarðneskar spurningar.
Úr „Science Digest",
eftir William P. Schenk.
Mennirnir eru orðnir svo há-
fleygir í framtíðarhugleiðingum
sínum og áætlunum, að jarðnesk
viðhorf eru að verða úrelt. Menn
láta sér ekki lengur nægja al-
þjóðahyggju. Draumur sendiherr-
ans frá Júpíter er að rætast: menn
eru farnir að hugsa hnattrænt.
Geimferðalög eru komin á dag-
skrá. Menn telja nú í árum tím-
ann þangað til ferðalög milli
hnatta verða að veruleika.
Einhverjum mun þó kannski
finnast, að enn standi jörðin okk-
ur næst, að enn um sinn verði ör-
lög okkar ráðin hér á jörðinni,
og því sé nokkurs um vert að
þekkja ýmsar staðreyndir sem
snerta eðli og ásigkomulag jarð-
arinnar og stöðu hennar í heimin-
um. Fyrir þá sem enn eru svo
jarðneskir í hugsun koma hér á
eftir nokkrar spurningar um jörð-
ina okkar sem þeir geta spreytt
sig á. Þeir sem kunna svör við
þeim öllum eru vel heima í jarð-
sögimni. Hinir geta orðið nokk-
urs fróðari með því að gá i svör-
in á 3. kápusíðu.
1. Jörðin er geysistór hnöttur
og er talið, að aðalefnið í kjarna
hennar sé: a) storkið hraungrýti,
b) járn og nikkel, c) bráðið granit.
2. Þungi jarðarinnar í smálest-
um er talan 6595 með: a) 10 núll-
um fyrir aftan, b) 18 núllum fyrir
aftan, c) 30 núllum fyrir aftan.
3. Þó að jörðin sé hnöttótt eins
og bolti, er hún örlítið flatari en
annarsstaðar við: a) miðbaug, b)
yfirborð sjávar, c) heimskautin.
4. Yfirborð jarðarinnar er að
flatarmáli því sem næst: a) 512
milj. ferkílómetrar, b) 585 milj.
ferkm., c) 780 milj. ferkm.
5. Af yfirborði jarðar er: a)
71% sjór og 29% land, b) 40%
sjór og 60% land, c) 80% sjór
og 20% land.
6. Hæsti tindur jarðarinnar,
Mt. Everest, er: a) 2629 metrar,
b) 8859 metrar, c) 14486 metrar.
7. Mesta sjávardýpi — Mari-
anadýpið suðvestur af Guameyju
—• er: a) 10835 metrar, b) 17632
metrar, c) 21280 metrar.
8. Radíus jarðarinnar, þ. e. f jar-
lægðin frá yfirborðinu inn að
miðju, er því sem næst: a) 3200
km, b) 6400 km, c) 12800 km.
9. Meðalfjarlægð jarðarinnar
frá sólinni er: a) 300.000 km, b)
150.000.000 km, c) 185.000.000 km.
10. Jörðin fer umhverfis sólina
á: a) 1 degi, b) 30 dögum, c) 1 ári.
11. Hraði jarðarinnar eftir
braut sinni umhverfis sólina er:
30 km á sekúndu, b) 38,5 km á
mínútu, c) 300.000 km á klukkust.
12. Jafnframt því sem jörðin fer
eftir braut sinni umhverfis sólina
snýst hún um möndul sinn. Stað-
ur á miðbaug jarðar fer við þenn-
an snúning með hraðanum: a)
1670 km. á klst., b) 12.875 km. á
mínútu, c) 300.000 km. á sekúndu.
13. Möndull jarðarinnar hallast
um: a) 23,5°, b) 32°, c) 360°.
14. Möndulhalli jarðarinnar er
ein af orsökum: a) aðdráttar-
aflsins, b) flóðs og fjöru, c) árs-
tíðaskiptanna á jörðinni.
15. Byrjunarhraði hlutar sem
losna á alveg við aðdráttarafl
jarðar verður að vera: a) 3,2 km á
sekúndu, b) 11,3 km á sekúndu,
c) 20 km á sekúndu.
----- --------- '■
STEINDÓRSPRENT H.F.