Úrval - 01.08.1956, Side 6

Úrval - 01.08.1956, Side 6
4 ÚRVAL snerti mig djúpt; ég segi ekki að Roger hafi orðið snortinn á sama hátt og ég, en það var ánægjulegt að sjá hvernig barnslund hans brást við þess- um frumöflum náttúrunnar án þess að skelfast gnauð vindsins, myrkur næturinnar eða gný hafsins, en sökkti sér með á- kefð niður í leitina að „draug- unum“. Þetta var víst ekki líkt því sem venjulegt er að leika við böm á þessum aldri, en við héldum uppteknum hætti, og nú þegar Roger er kominn á fimmta ár höldum við áfram ævintýraferðum okkar um ríki náttúrunnar sem við byrjuðum á meðan hann var tæpra tveggja ára. Við förum þessar ferðir jafnt í stormi og stillum, nótt og degi, og þetta eru skemmtiferðir miklu fremur en námsferðir. Ég dvel sumarmánuðina við strönd Maine, þar sem ég hef mína eigin fjöru og smáspildu af skóglendi. Frammi á granít- klöppinni við ströndina vaxa lárviðarber, einiber og stikils- ber, og þar sem landið rís upp af víkinni er skógivaxinn hóll þar sem greniangan fyllir loftið. Skógarsvörðurinn er vaxinn þétt.u lyngi og hreindýramosa; í einni brekkunni eru gjótur og djúpar hvosir vaxnar burkna, en sjálf er brekkan vaxin brönu- grösum og skógarliljurn. Þegar Roger hefur heimsótt mig í Maine og við höfum geng- ið um þetta skóglendi hef ég ekki gert neina tilraun til að kenna honum nöfn á jurtum eða dýrum, en hef aðeiris látið í ljós gleði mína yfir því sem við sáum, dregið athygli hans að þessu eða hinu, en aðeins á sama hátt og ég mundi hafa gert við félaga og jafnaldra. Seinna hefur það oft vakið furðu mína hvernig nöfnin hafa festst í huga hans. Þegar ég hef sýnt litskuggamyndir af plöntum úr skóginum mínum, hefur hann þekkt þær. ,,Ó, þetta eru bróm- berin, sem Rachel þykja svo góð!“ Eða, „þetta eru einiber, en það má ekki borða þau, þau eru handa íkornunum." Á sama hátt lærði Roger að þekkja skeljarnar í litlu sand- víkinni minni. Við lofum honum að njóta með okkur þess sem fólk neitar börnum venjulega um vegna þess að það er ónæði af því, kemur óreglu á hátta- tímann eða veldur óþrifnaði á fötum og teppum. Á kvöldin höfum við lofað honum að sitja hjá okkur í óupplýstri dagstof- unni fyrir framan stóra glugg- ann og horfa á tunglið þokast yfir víkina, tendra iðandi silfur- ljós sín á sjónu.m og tindra í þúsundum bergkristaíla í klett- unum á ströndinni. Við trú- um því, að endurminningin um slíka sjón, sem greipist ár eftir ár í barnshugann, verði honum dýrmætara veganesti en svefninn sem hann missir henn- ar vegna,.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.