Úrval - 01.08.1956, Page 11
EÐLISSKYN BARNSINS Á UNDUR HEIMSINS
9
Niðri á ströndinni höfum við
teygað að okkur angan fjör-
unnar þegar lágsjáva er —
þessa undursamlegu opinberun,
samtvinnaða úr ótal þáttum,
ilmi af þangi og fiski og alls-
konar furðudýrum, angan af
votum sandi og söltum þef af
þornuðum klöppum. Ég' vona,
að Roger muni síðar kynnast
þeim fagnaðarríka unaði, sem
fylgir því að anda að sér að
nýju angan f jörunnar og sjávar-
ins eftir langa fjarveru, því að
ilmanin er öllum öðrum skiln-
ingarvitum máttugri til þess að
vekja minningar, og það er leitt
til þess að vita hve lítið við
notfærum okkur þennari eigin-
leika hennar.
Heyrnin getur verið upp-
spretta jafnvel enn meiri unað-
ar, en til þess er nauðsynlegt
að leggja rækt við hana. Ég
hef heyrt fólk segja, að það
hafi aldrei heyrt söng í skógar-
þresti, enda þótt ég viti að
bjöllurómur þessa fugls hafi
hljómað í húsagarði þess á
hverju vori. Með ábendingu
held ég að hægt sé að hjálpa
börnunum til að leggja hlustir
við margskonar hljóðum í kring-
um þau. Gefið ykkur tíma til að
hlusta og tala um raddir jarð-
arinnar og merkingu þeirra —
raust þrumunnar, þyt vindsins,
gný hafsins og gljáfrið í lækn-
um.
Og raddir lífsins: ekkert barn
ætti að alast upp án þess að
hlusta á morgunsöng fuglanna
á vorin. Það mun aldrei gleyrna
þeirri reynslu sem því fylgir að
fara á fætur fyrir dögun og
hlusta á þegar fuglalíf skógar-
ins vaknar til nýs dags. Fyrstu
raddirnar heyrast fyrir dögun.
Ef til vill eru það nokkrir kardí-
nálar, sem hef ja morgunsönginn
með silfurskærri, stígandi rödd.
Svo koma trillur gransöngvar-
ans, tærar og draumkenndar. í
fjarska má heyra nátthrafninn
halda áfram tilbreytingarlaus-
um nætursöng sínum. Rauð-
brystingar, þrestir, söngspörv-
ar taka undir hver á fætur öðr-
um. í þessum morgunsöng fugl-
anna heyrum við æðaslátt lífs-
ins sjálfs.
En lífið á fleiri raddir. Ég
hef lofað Roger því að koma
með honum eitthvert kvöld í
haust út í garð með vasaljósið
til að leita uppi skordýrin, sem
leika á litlu fiðlurnar sínar í
grasinu og runnunum. Hljóm-
kviðu skordýranna má heyra á
hverju kvöldi frá miðju sumri
og þangað til litlu leikendurnir
stirðna í fyrstu næturfrostum
haustsins og síðasta röddin
þagnar við komu vetrarins. Að
leita uppi þessa litlu söngvara
með vasaljósi er ævintýri fyrir
barnið. Það lærir að skynja
leyndardóm og fegurð nætur-
innar og hið fjölbreytilega líf
sem hún ber í skauti sér.
Leikurinn er í því fólginn að
hlusta, ekki svo mjög á samspil
hinnar miklu hljómsveitar, held-
ur hin einstöku hljóðfæri og