Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 13
EÐLISSKYN BARNSINS Á UNDUR HEIMSINS
11
sér, tel ég hann lítils virði. Það
er hægt að semja langa lista
yfir nöfn dýra og jurta, sem
við höfum séð og þekkt án þess
að hafa nokkurn tíma skynjað
undur lífsins. Ef barn spyrði
mig spurningar sem gæfi til
kynna þótt ekki væri nema vott
hugboðs um leyndardóminn bak
við komu sandlóunnar á strönd-
ina á ágústmorgni, mundi það
gleðja mig miklu meira heldur
en þó að það gæti þekkt í sund-
ur sandlóu og strandlóu.
Hvaða gildi hefur það að
varðveita og efla þetta furðu-
skyn, þessa viðurkenningu á
því að eitthvað sé til utan við
markalínur mannlegrar tilveru?
Er náttúruskoðun ekki annað
en skemmtileg aðferð til að
eyða gullnum stundum bernsk-
unnar eða hefur hún eitthvert
varanlegt gildi ?
Ég er sannfærð um að hún
hefur varanlegt gildi, eitthvað
sem snertir innsta kjarna lífs-
ins. Þeir sem kynnast leyndar-
dómum og fegurð jarðarinnar,
hvort heldur sem vísindamenn
eða leikmenn, verða. aldrei ein-
mana eða þreyttir á lífinu.
Hvaða áhyggjur og erfiðleikar
sem ásækja þá í einkalífi þeirra,
geta hugsanir þeirra alltaf
fundið leið sem liggur til innri
ánægju og endurnýjaðs áhuga
á lífinu. Það er táknræn engu
síður en raunveruleg fegurð
fólgin í ferðum farfuglanna,
flóði og fjöru, lokuðum brum-
knapp sem bíður vorsins. Það er
einhver óumræðileg lífsfró sem
felst í endurteknum viðlögum
náttúrunnar — fullvissunni um
það að dagur kemur eftir nótt
og vor eftir vetur.
Ég minnist oft hins kunna,
sænska haffræðings, Otto Pett-
ersons, sem dó fyrir nokkrum
árum 93 ára gamall, með and-
lega krafta sína. óskerta. Son-
ur hans, sem einnig er heims-
kunnur haffræðingur, skýrir
frá því í nýlegri bók hve ríku-
lega faðir hans naut sérhverr-
ar nýrrar reynslu, sérhverrar
nýrrar uppgötvunar sem snerti
heiminn umhverfis hann.
„Hann var óforbetranlegur
draumóramaður," skrifar sonur
hans, „með brennandi ást á líf-
inu og leyndardómum alheims-
ins.“ Þegar honum varð ljóst, að
hann mundi skamma stund enn
fá að njóta, jarðneskra augna
sinna, sagði hann við son sinn:
„Það sem mun halda. mér uppi
síðustu stundirnar, er óþreyju-
full forvitni um það hvað við
muni taka.“
Hin varanlega gleði sem fæst
við kynni af náttúrunni er ekki
einungis ætluð slíkum vísinda-
mönnum; hún er til reiðu hverj-
um þeim sem gefur sig á vald
himni og jörð og dásemdum
þess lífs sem þar bærist. I póst-
inum mínum var nýlega bréf,
sem bar því órækt vitni, að
furðuskyn barnsins getur enzt
langa ævi. Það var frá lesanda,
sem spurði mig hvar hún ætti
helzt að leita uppi strönd sem.