Úrval - 01.08.1956, Side 16

Úrval - 01.08.1956, Side 16
Nokkur efni í jarðveginum eru aðeins i lilutfallinu 1:1.000.000. Samt getur vöntun á þeim valdið sjúkdómum í jurtum og dýrum. IJr grein í „The Rural New-Yorker“, eftir Harland Manchester. DAL EINUM í nánd við A fjallið Chocorua i Nevv Hampshire í Bandarikjunum var nautgriparækt miklurn erf- iðleikum bundin þar til fyrir fáeinum árum. Kýrnar þrifust ekki, kyrkingur var í vexti þeirra, þær átu lítið, feldur þeirra var úfinn og ótútlegur og augun innfallin. Iðulega kom fyrir, að þær duttu dauðar nið- ur í haganum. Til var þjóðsaga, sem skýrði þessa ódöngun í kúnum. Hún var á þá leið, að Indíánahöfðinginn Chocorua hefði átt son, sem heimsótti hvíta fjölskyldu, borðaði þar skemmdan mat og dó úr matar- eitrun. Höfðinginn hélt að son- ur hans hefði verið myrtur, lét hálshöggva alla fjölskylduna og lýsti ævarandi bölvun yfir alla hvíta menn í dalnum og búpen- ing þeirra. Út á sögu þessa er ekkert að setja.En jarðvegsfræðingar vita um aðra ,,fordæmda“ dali þar sem sama ódöngunin var í kún- um, enda þótt Chocorua hefði aldrei komið þar. í Skotlandi nefnist hún ,,daising“; á megin- landi Evrópu „danska uppdrátt- arsýkin“; í Ástralíu, þar sem hún leggst á sauðfé, er hún köll- uð „Mortonsveiki". Hvar sem hún birtist, virðist hún vera í einhverju sambandi við skort á einhverjum málm- söltum í jarðveginum. I Ástralíu var reynt að gefa ánum ögn af járnsöltum, og brá þá svo við, að þeim batnaði. Vísindamenn töldu sig nú hafa fundið lausn- ina, en svo uppgötvuðu þeir, að hreint járnsalt dugði ekki. Ber- sýnilegt var, að lækningin var að þakka einhverjum óhreinind. um í söltunum. Fyrir um það bil 20 árum fundu þeir læknis- dóminn: það var kóbalt, en svo virðist sem örlítið af því sé nauðsynlegt í næringu jórtur- dýra. Fréttir af þessari uppgötvun bárust víða um heim. Fóður- sýnishorn úr dalnum hjá Cho- corua voru rannsökuð og kom í ljós, að í fóðrið vantaði kó- balt. Þegar sjúkum kiim í daln- um var gefin ögn af þessum málmi, batnaði þeim á skömm- um tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.