Úrval - 01.08.1956, Síða 20
Hin mikla spurning, sem leitar á
flestar konur einhvern
tíma á ævinni:
Hversvegna veröa karimenn ásííangnir?
Grein úr „Magasinet“,
eftir Törk Haxthausen.
SKÁLD hafa verið til á jörð-
inni næstum jafnlengi og
mannkynið, og jafnlengi hafa
skáldin talað og sungið og skrif-
að um ástina — og enn erum
við litlu nær en forfeður okkar,
hellisbúarnir. I dag líkt og fyrir
50.000 árum er ástin einskonar
frímúrararegla, sem sá einn
hefur nokkra nasasjón af, er
gengið hefur í gegnum hreins-
unareld hennar.
Nú verður því ekki neitað,
að ástin hefur aðskiljanlegar
náttúrur. Hver tími, hver þjóð-
flokkur, hefur sína ást, og þótt
margt sé likt með þeim, er fleira
ólíkt. Á Suðurhafseyjum er ást-
in ljú.f og björt, auðtekin og
auðvelt að losna úr greipum
hennar, að þvi er fróðir menn
tjá okkur. Hjá Mundugumorum
á Nýju Guineu, sem mannfræð-
ingurinn Margaret Mead hefur
heimsótt, virðist hún óþekkt
fyrirbrigði; í lífi þessa þjóð-
flokks ríkir sífelld tortryggni,
deilur og beiskt hatur, og æsku-
fólkið, sem fylgir kalli náttúr-
unnar og hittist úti í frumskóg-
inum, kemur marið og meitt frá
þeim stefnumótum. Frakkar líta
á hjónabandsástina sem óeðli og
leita jafnan hinnar miklu til-
finningareynslu utan heimilsins.
Aftur á móti telja aðrar þjóðir
Vesturevrópu ástina mikilvæg-
ustu forsenau þess að maður
stofnar heimili og heldur tryggð
við það. Forngrikkir elskuðu
ekki konur sínar og kvæntust
jafnan nauðugir; ást sína gáfu
þeir ungum piltum, og léttúðar-
drósum, ef ekki var annarra
kosta völ.
Það sem við köllum hina miklu
ást, er ekki hugtak, sem orðið
hefur til af sjálfu sér, það á
sér langa sögu. Evrópumenn
snemma á miðöldum tóku til-
finningarnar ekki hátíðlega;
tímarnir voru kaldranalegir og
sú ást sem þekktist, vor ofsa-
fengin og óvægin í kröfum sín-
um. Hjónabönd miðaldanna
voru viðskiptasambönd; óðul
eða eignir einnar ættar voru
gift óðulum eða eignum annarr-
ar ættar, og hjónaleysin, sem
fylgdu með í kaupunum urðu
svo að spjara sig eftir því sem
föng voru á.