Úrval - 01.08.1956, Side 23
HVERSVEGNA VERÐA. KARLMENN ÁSTFANGNIR?
21
Maður verður ástfanginn til þess
að losna við vanmetatilfinningu,
kvíða og vonda samvizku.
Dr. Bergler lýsir gangi máls-
ins þannig: þrjú andstæð öfl
togast á í manninum — ég-hug-
sjónin, eða hin dulvitaða mynd
af þeim manni, sem honum
finnst hann œtti að vera; hin
dulvitaða samvizka, sem sífellt
nagar sálina af því að hann er
ekki eins og hann þráir að vera;
og loks sjálfið, vitundin eða sá
maður sem hann heldur að hann
sé. Samkvæmt þessari skoðun
dr, Berglers er sektarvitund sí-
fellt að gera vart við sig, ör-
yggisleysi og óeðlilegur kvíði af
því að hin dulvitaða samvizka
mannsins heimtar sífellt, að
hann lifi í samræmi við ég-hug-
sjón sína, sem engum manni er
kleift í veruleikanum. Þær til-
finningar, sem hér um ræðir,
geta verið mjög óljósar og
stundum gætir þeirra alls ekki;
sá sem þjáist af þeim, getur
neitað því og sagt að hann sé
bara dálítið þreyttur eða illa
fyrir kallaður. En þegar þrýst-
ingurinn frá dulvitundinni verð-
ur of mikill, verður hann að
finna eitthvert ráð til að létta
á þessu fargi — og þá verður
hann ástfanginn. I sálfræðileg-
um skilningi táknar það ekki
annað en að hann flýtir sér allt
hvað af tekur að finna stúlku,
er hann geti með góðri sam-
vizku heimfært ég-hugsjón sína
upp á. Eða, svo að almennara
orðalag sé notað: stúlku, sem
hann geti séð í allt það sem
hann vildi sjálfur vera en
er ekki. Og endurgjaldi hún
tilfinningar hans, fær hin dul-
vitaða samvizka hans alla þá
fróun sem hún þarfnast, því að
þá er stúlkan sífellt að segja
honum hvílíkur ágætismaður
hann sé. Allt gerist þetta með
örskjótum hætti og áður en var.
ir er hinn ástfangni búinn að
missa alla glóru. Hann verður
algerlega óútreiknanlegur — en
sæll og eins og af honum sé létt
þungu fargi, því að hann hefur
í einni svipan losnað við alla
innri togstreitu.
Fegurð, gáfur, falleg brjóst
og fleira gott skiptir þannig
litlu máli, ef trúa má sálfræð-
ingunum. Hinn ástfangni sér ég-
hugsjón sína í ástmey sinni, en
ekki hana sjálfa, eins og hún
er. Um allar hinar göfugu til-
finningar, sem við setjum jafn-
an í samband við hina miklu
ást, eru sálfræðingarnir fáorð-
ir, þeir yppta öxlum og segja,
að ástin sé afleiðing sektarvit-
undar, annað ekki.
Sem betur fer, liggur mér við
að segja, eru sálfræðingar ekki
alltaf sammála, og sízt af öllu
um ástina. Ýmsir sálfræðingar
halda því fram, að menn verði
ástfangnir af því að á þann hátt
geti þeir fullnægt ýmsum frum-
þörfum sínum — og þeir telja,
að makaval manns stjórnist af
þeirri reynslu, sem hann hefur
orðið fyrir í bernsku. Maður,
sem átti stranga, harðlynda