Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 25
Merkilegt tæki, sem magnað getur
ljós 50-þúsuml-falt.
iæki sem sér í myrkri.
Grein úr „The John Hopkins Magazine",
eftir Gwinn Owens.
MAÐURINN hefur lengi þráð
að geta séð í myrkri, en
þróunin hefur ekki tekið tillit
til þeirrar óskar. Nú hefur hon-
um hinsvegar tekizt með upp-
finningasemi sinni að efla svo
mátt augna sinna, að hann get-
ur séð greinilega við hið daufa
ljós stjarnanna.
Það eru tveir vísindamenn,
annar röntgenfræðingur og
prófessor, hinn eðlisfræðingur,
er fundið hafa upp tæki í þessu
skyni og hefur það hlotið nafnið
„Lumicon“. Lumicon er í raun
og veru sjónvarpstæki með ljós-
myndavél í öðrum endanum og
myndsjá í hinum. Á milli þeirra
er magnari, sem tekur við ljós-
inu sem ljósmyndavélin safnar
og magnar það svo mikið, að
myndin á sjánni verður 50.000
sinnum bjartari en fyrirmyndin.
Lumiconinn kemur ekki að
gagni í niðamyrkri, en hann
nýtir hið minnsta liós sem gefst.
Hlutur, sem settur er fyrir
framan myndavélina á tungl-
skinslausri nóttu, þar sem ekki
nýtur annarrar birtu en frá
stjörnunum, birtist á mynd-
sjánni næstum eins skýr og
honum hefði verið sjónvarpað
um hábjartan dag.
Lumiconinn kemur að gagni
hvar sem þörf er á að magna
ljós: til að lýsa upp röntgen-
myndir á flórspjaldi (fluore-
scent screen), til að lýsa upp
stjörnumyndir í stjörnukíki o.
fl. I stjörnufræði „mun hann
stuðla að jafnstórfelldum fram-
förum og ljósmyndavélin á sín-
um tíma,“ segir Albert G. Wil-
son, forstjóri stjörnuturnsins í
Flagstaff í Arizona. Hann talar
af reynslu, því að með því að
tengja Lumicon við stjörnukík-
inn í Flagstaff hafa fengizt
beztu og skýrustu myndir af
Mars sem teknar hafa verið.
Hugmyndin að Lumicon virð-
ist hafa orðið til þegar R. H.
Morgan prófessor starfaði sem
sjúkdómafræðingur við St. Luke
spítalann í Chicago. Honum
fannst það mikill galli hve
dimmar röntgenmyndirnar á
flórspjaldinu voru þegar hann
var að skoða sjúklinga með
flórsjá (fluoroscope). Flórsjáin
er röntgentæki og spjald er
borið hefur verið á efni, sem
lýsir þegar röntgengeislar falla