Úrval - 01.08.1956, Side 28
26
ÚRVAL
enda þess er þráður sem nefnist
bakskaut (cathode) en i hinum
endanum málmplata. Þegar raf-
straumi er hleypt á bakskautið
hitnar það og streyma þá frá
því rafeindir eins og gufa frá
sjóðandi vatni. Platan er hlað-
in jákvæðu rafmagni og drag-
ast því rafeindirnar að henni
eins og járnsvarf að segli. Raf-
eindirnar myndu streyma ó-
hindraðar milli bakskautsins og
plötui'nar ef ekki væri komið
fyrir á milli þeirra einskonar
rist eða síu úr málmi. Hinar
daufu rafsveiflur, sem koma frá
sjónvarpsmyndavélinni eru látn-
ar streyma um ristina og verka
þar sem hindranir á vegi raf-
eindanna; því sterkari sem
sveiflurnar eru því færri raf-
eindir komast í gegnum rist-
ina. Þannig fæst í straumi raf-
eindanna nákvæm „mynd“ af
hinum veiku rafsveiflum að
öðru leyti en því að hún hefur
verið ,,stækkuð“, þ. e. straum-
urinn magnaður. Þessa mögnun
er hægt að auka með því að
nota fleiri lampa, þannig að hún
getur orðið mörg þúsundföld
eins og í Lumiconinum.
Þegar hinar mögnuðu raf-
sveiflur koma í myndsjána,
breytast þær aftur í mynd af
hinu upphaflega sjónarsviði.
En í Lumiconinum hefur Ijós-
magn hennar magnast 50-þús-
undfalt.
tíóð skipti.
Rossini, ítalska óperutónskáldið íékk veður af því, að auð-
ug-ir aðdáendur hans í Frakklandi væru að hugsa um að reisa
af honum stóra myndastyttu.
,,Hvað ætli hún kosti?" spurði tónskáldið.
„Um eina milljón franka," var svarið.
„Eina milljón!" hrópaði Rossini. „Ég skyldi standa á fót-
stallinum fyrir hálfa milljón."
— Bennett Cerf.
Aðvörun.
Maður fannst liggjandi meðvitundarlaus á götu úti og var
i ofboði fluttur í sjúkrahús. 1 slysastofunni tók ungur læknir
á móti honum. Þegar hann hneppti frá honum jakkanum tii
að rannsaka hann, fann hann miða, sem nældur var innan á
fóðrið. Á miðanum stóð:
„Til lækna: Ég er bara drukkinn og þarf aðeins að fá að
sofa úr mér vímuna. Reynið ekki að taka úr mér botnlangann.
Það er þegar búið að gera það tvisvar!"
— The Wit Parade.