Úrval - 01.08.1956, Síða 30

Úrval - 01.08.1956, Síða 30
28 ÚRVAL í Sovétríkjunum varð ég margs vísari og kom mér sumt á óvart. Þegar talið barst að því hvaða enskir höfundar væru vinsælastir, voi-u Shakespeare, Dickens, Galsworthy og Ald- ridge oftast nefndir fyrst. Shakespeare er stöðugt mikið leikinn og lesinn, þar á meðal sonnettur hans í ágætum þýð- ingum Marshaks og Paster- naks, og Dickens virðist njóta jafnmikilla vinsælda og þegar Blealc House var lesið fyrir mig sex ára gamlan. Um Aldridge er það að segja, að hann hefur hlotið alþjóðarhylli fyrir bók sína The Di'plowiat, sem hefur átt sinn þátt í að móta hug- myndir Rússa um kaldrifjaða illmennsku brezku utanríkis- þjónustunnar. Margir aðrir höf- undar eru þýddir — Sterne, Swift, Fielding, Scott, Burns, Byron, Hardy, barnabækur Kiplings, Jack London, Conan Doyle og Bernhard Shaw, auk margra vinstri sinnaðra rithöf- unda og blaðamanna. Oft var ég beðinn um nöfn á bókum, sem lýstu ástandinu í Bretlandi eins og það er nú; en jafnvel menntamenn voru tregir til að trúa því, að lýs- ingar Galsworthy væru löngu úreltar. Þeir voru kurteisir, vingjarnlegir og forvitnir, en átakanlega fáfróðir, að mér fannst, um nútímalist og lifn- aðarhætti okkar og jafnframt mjög tortryggnir gagnvart sið- gæðishugmyndum okkar. I sovétskáldskap er fyrst drepið á misgerðir Stalínstjórn- arinnar rétt eftir dauða Stal- íns. Saga Ehrenburgs, Bráða- þeyr, sem kom út vorið 1954, var gagnrýni á Stalinstjórninni í dæmisögustíl. Engin saga, sem út hefur komið síðan, hefur gengið jafn langt og hún; ef til vill hefur Ehrenburg, að nokkru leyti að minnsta kosti, viljað slíta af sér böndin, ef til vill hafa hinar opinberu uppljóstr- anir komið seinna en til var ætl- ast. En í öðrum skáldsögum hafa einnig verið opnaðar skúff- ur, sem lengi hafa verið lok- aðar, og út hafa oltið gamlar beinagrindur: viðurkennt er að fólk hafi verið ofsótt vegna þess að feður þess voru dæmdir pólitískir afbrotamenn, rædd- ar eru ofsóknir gegn fyrrver- andi stríðsföngum og þeim óbreyttu borgurum, sem eftir urðu í hernumdum héruðum, og í einni sögu er jafnvel rætt um það hvort rétt hafi verið að reyna ekki að frelsa Varsjá. Okkur kann að virðast þetta smávægileg gagnrýni, en hún á sér ekki fordæmi, því að á stjórnarárum Stalíns var allt það sem stjórnarvöldin lögðu blessun sína yfir talið gagn- legt þegar það var framkvæmt, og breyttist viðhorfið síðar, var ekki á það minnzt. Gagnrýni á ástandinu eins og það er nú, er öllu lausari í reipunum, en miklu frjálsari en hún var áð- ur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.