Úrval - 01.08.1956, Side 31

Úrval - 01.08.1956, Side 31
UM NÝJA STRAUMA I SOVÉTBÖKMENNTUM 29 Gagnrýni og sjálfsgagnrýni eru í sjálfu sér ekki ný fyrir- brigði í Sovétríkjunum; opin- bei-lega hafa menn ætíð verið hvattir til slíks. Spurningin er hvern eigi að gagnrýna, hver eigi að gagnrýna og hve langt megi ganga. 1 Moskvu ræddi ég við ungan verkamann, sem var hreykinn af því hve frelsi blað- anna hefði aukizt eftir að Beria var settur af. ,,Nú geta dag- blöðin gagnrýnt alla, án tillits til stöðu,“ sagði hann. ,,Ég er viss um, að þegar Molotov og Krutsjef hittast, gagnrýna þeir hvor annan.“ ,,En ef yður lang- ar nú til að gagnrýna Molotov í blöðunum,“ sagði ég, ,,og láta í ljós það álit, að setja bæri hann af, munduð þér geta það?“ Hann glápti á mig orðlaus og fölnaði upp við tilhugsunina. Samt gerist það í nýútkom- inni sögu, að þegar lítill dreng- ur kallar frænda sinn heimsk- ingja, segir stjúpfaðir hans: „Alveg rétt. Þetta er það sem kölluð er réttlát gagnrýni." Móður drengsins ofbýður þetta. „Það er fráleitt,“ segir hún, ,,að börnum sé leyft að gagnrýna fullorðið fólk. Ef þau eru einu sinni fai'in að gagnrýna okkur, hvernig eigum við þá að fara að því að aia þau upp ? Þau verða að bera virðingu fyrir okkur.“ „En hvernig getur hann borið virðingu fyrir ónytjungi eins og frænda sínum?“ „Hann verður að gera það. Sú hugsun, að fullorðinn maður geti verið ónytjungur má ekki komast inn í kollinn á honum.“ Það kann að vera rangt að álykta að pólitísk hugsun sé á bakvið þetta samtal. En ef myndin er heimfærð uppá Rússland, þá má geta þess, að á Stalíntímunum voru börn hvött til að gagn- rýna hvert annað fyrir að fram- kvæma ekki fyrirmæli skóla- stjóra síns af nægilegri ár- vekni. Nú gagnrýna þau bekkj- arumsjónarmennina, jafnvel aðstoðarskólastjórana, og fyrr- verandi skólastjóra kalla þau heimskingja. Vera kann að þetta nái skammt og mikið vanti á að skólastjórinn, sem raun- verulega situi' að völdum, sé gagnrýndur. En þeirri hug- mynd, að fullorðið fólk geti verið ónytjungar, hefur verið lætt í huga barnanna, og það skapar að minnsta kosti grund- völl fyrir fjörugri umræður. Hér er dæmi til að sýna mis- muninn: I bókinni Far from Moscow, sem var metsölubók 1949, er sagt frá hetjulegum forstjóra iðjuvers, sem tendrar brennandi áhuga starfsfólks síns þannig að það þolir fús- lega líttbærilegar aðstæður til þess að geta framkvæmt ofur- mannlegt verkefni, sem Stalín hafði falið þeim. Enginn í hópnum efaðist um að fyrir- skipun Stalíns væri rétt eða að yfirmenn þeirra framkvæmdu hana á réttan hátt: hið eina sem angraði samvizku þeirra var, hvort þeir legðu sig alla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.