Úrval - 01.08.1956, Page 33

Úrval - 01.08.1956, Page 33
UM NÝJA STRAUMA I SOVÉTBÓKMENNTUM 31 sem láta í Ijós rangar skoðan- ir. í nýrri bók kemur vindur- inn enn við sögu, en þar er hann stormur, sem æðir áfram eins og trylltur múgur og sóp- ar burtu harðstjóra sveitarinn- ar. Þessi saga hefur komið út í enskri þýðingu í Ameríku, en aftan við þýðinguna hefur því miður verið hnýtt eftirmála, þar sem kvartað er undan því að sagan sé leiðinleg og lang- dregin. Það er alltof auðvelt fyrir okkur á Vesturlöndum að gera lítið úr erfiðleikum Sovét- rithöfunda og láta okkur sjást yfir það sem lesa má á milli línanna, en þar hafa þeir iengi orðið að fela skoðanir sínar. Ritfrelsið árið 1955 er þó engan veginn algert. Að svo miklu leyti sem bókmenntirnar eru í anda stjórnarvaldanna er freistandi að lesa í þeim fyrir- boða þeirra vandamála, sem kunna að bíða stjórnarinnar. Eftir að Stalín hefur nú verið afneitað, en Lenin ekki, er þá ekki hugsanlegt, að þjóðin biðji um afturhvarf til NEP-tímabils Leníns — þeirrar slökunar á viðjum efnahagsmálanna, sem reynd var síðustu ár hans? Og er hér ef til vill skýringin á því, að þorparar í skáldsögum eru oft og tíðum fyrrverandi ,,nepmenn“? En hvað sem því líður, hefur frelsið vissulega aukizt, þó að of snemmt sé að segja hvort það muni verða til frambúðar, eða að hve miklu leyti það er tilkomið fyrir að- gerðir ríkisvaldsins og að hve miklu leyti höfundar hafa tek- ið sér það sjálfir, og telft sér þannig í hættu, sem við erum ekki bærir um að dæma. Víst er, að þau vandamál sem þeir ræða nú færa okkur miklu mannlegri skilning á þjóðfélagi Sovétríkjanna en þær stein- runnu siðakenningar, sem komu úr prentvélum Stalíns. Sú bros- legasta sem ég komst í kynni við, og er okkur öllum kunn, eru fordómarnir gegn verzluninni, sem eru söguefni Argunova í bók hans The Door Is Open. Söguhetjan, búðarmaður, er skotinn í hégómlegri stúlku- kind og má ekki til þess hugsa að hún viti hvert starf hans er, þó að honum sárni ekki síður svik og prettir starfsbræðra sinna, sem eiga sinn þátt í að skapa fordómana. Leikrit Leonovs, „Gullvagn- inn“, veitir miklu dýpri og hug- næmari innsýn í sambúðar- vandamál fólksins. Það væri margt hægt að segja um þetta leikrit, því að Leonov er einn af mikilhæfustu rithöfundum Sovétríkjanna. Aðalpersónan, mikilsmetinn, roskinn jarðfræð- ingur, kemur í heimsókn til fæð- ingarbæjar síns. Bæjarstjórinn þar er Marya, sem hann hafði elskað í æsku fyrir byltinguna, en ekki fengið vegna þess að foreldrum hennar þótti hann of fátækur. Hann kemur aftur í hinum gullna vagni velgengni sinnar. Maryu glýjar ekki fyrri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.