Úrval - 01.08.1956, Side 39
NOTKUN FÚKALYFJA VIG GEYMSLU MATVÆLA
37
Á tilraunastofu American
Cyanamid Co. hefur einnig' verið
reynt að verja kjúklinga
skemmdum með aureomyeini.
Nýslátraðir kjúklingar voru
eins og venja er kældir með
því að dýfa þeim í ísvatn, en
áður hafði verið sett aureomycin
í vatnið. Árangurinn var ágæt-
ur. Og víðtækari tilraunir fram-
leiðanda leiddu í ljós, að aðferð-
in hentar þeim mjög vel. Er
talið, að kostnaðurinn nemi ekki
meiru en broti úr centi á hvert
pund.
Matvælarannsóknarstofnun
Bandaríkjanna og framleiðend-
ur prófuðu hvorir í sínu lagi
hve mikið aureomycin væri í
kjúklingunum eftir þessa verk-
unaraðferð. Svo lítið fannst, að
ekki er orð á gerandi, og það
litla sem var, virtist alveg eyði-
leggjast við suðuna. því að ekki
fannst vottur í kjúklingunum
soðnum. Mönnum, sem reynzt
höfðu ofnæmir fyrir aureomyc-
ini, voru gefnir þessir kjúkling-
ar, og varð ekki vart neinna of-
næmisáhrifa af því.
Seint á síðastliðnu ári veittu
Matvælarannsóknarstofnunin
og landbúnaðarráðuneytið heim-
ild til þess að aureomycin verði
notað við verkun kjúklinga. Á
vegum þessara opinberu aðila
er nú verið að prófa aureomycin
við verkun nautakjöts, kinda-
kjöts, kalkúnakjöts, fisks og
ýmissa grænmetistegunda, og er
þess vænzt, að yfirvöldin muni
brátt heimila notkun fúkalyfja
við verkun sumra þessara mat-
vælategunda að minnsta kosti.
Á komandi árum mun þessi
geymsluaðferð á matvælum án
efa hafa mikil áhrif á matar-
æði, heilsufar og jafnvel efna-
hag milljóna manna.
Samvizkusemi.
Pétur var á leið á sölutorgið og konan hans bað hann að
kaupa eitt hvítkálshöfuð.
„Hvað á það að vera stórt?“ spurði Pétur.
„Svona álíka stórt og' höfuðið á þér,“ sagði konan.
Á leiðinni mætti Pétur kunningja sínum, sem var garðyrkju-
maður.
„Farðu bara út i garðinn minn og veldu þér kálhöfuð,“ sagði
garðyrkjumaðurinn.
Seinna um daginn kom nágranni að tali við garðyrkjumann-
inn. „Hvaða skringilegheita náungi var að snuðra í garðinum
þínum í morgun ? Þegar ég gekk framhjá, var hann að máta
hattinn sinn á hvert kálhöfuðið á fætur öðru.“
— Joker.
Það er einn kostur við fáfræði — hún gefur jafnan tilefni
til fjörugra samræðna. — Newark Star Ledger.