Úrval - 01.08.1956, Side 39

Úrval - 01.08.1956, Side 39
NOTKUN FÚKALYFJA VIG GEYMSLU MATVÆLA 37 Á tilraunastofu American Cyanamid Co. hefur einnig' verið reynt að verja kjúklinga skemmdum með aureomyeini. Nýslátraðir kjúklingar voru eins og venja er kældir með því að dýfa þeim í ísvatn, en áður hafði verið sett aureomycin í vatnið. Árangurinn var ágæt- ur. Og víðtækari tilraunir fram- leiðanda leiddu í ljós, að aðferð- in hentar þeim mjög vel. Er talið, að kostnaðurinn nemi ekki meiru en broti úr centi á hvert pund. Matvælarannsóknarstofnun Bandaríkjanna og framleiðend- ur prófuðu hvorir í sínu lagi hve mikið aureomycin væri í kjúklingunum eftir þessa verk- unaraðferð. Svo lítið fannst, að ekki er orð á gerandi, og það litla sem var, virtist alveg eyði- leggjast við suðuna. því að ekki fannst vottur í kjúklingunum soðnum. Mönnum, sem reynzt höfðu ofnæmir fyrir aureomyc- ini, voru gefnir þessir kjúkling- ar, og varð ekki vart neinna of- næmisáhrifa af því. Seint á síðastliðnu ári veittu Matvælarannsóknarstofnunin og landbúnaðarráðuneytið heim- ild til þess að aureomycin verði notað við verkun kjúklinga. Á vegum þessara opinberu aðila er nú verið að prófa aureomycin við verkun nautakjöts, kinda- kjöts, kalkúnakjöts, fisks og ýmissa grænmetistegunda, og er þess vænzt, að yfirvöldin muni brátt heimila notkun fúkalyfja við verkun sumra þessara mat- vælategunda að minnsta kosti. Á komandi árum mun þessi geymsluaðferð á matvælum án efa hafa mikil áhrif á matar- æði, heilsufar og jafnvel efna- hag milljóna manna. Samvizkusemi. Pétur var á leið á sölutorgið og konan hans bað hann að kaupa eitt hvítkálshöfuð. „Hvað á það að vera stórt?“ spurði Pétur. „Svona álíka stórt og' höfuðið á þér,“ sagði konan. Á leiðinni mætti Pétur kunningja sínum, sem var garðyrkju- maður. „Farðu bara út i garðinn minn og veldu þér kálhöfuð,“ sagði garðyrkjumaðurinn. Seinna um daginn kom nágranni að tali við garðyrkjumann- inn. „Hvaða skringilegheita náungi var að snuðra í garðinum þínum í morgun ? Þegar ég gekk framhjá, var hann að máta hattinn sinn á hvert kálhöfuðið á fætur öðru.“ — Joker. Það er einn kostur við fáfræði — hún gefur jafnan tilefni til fjörugra samræðna. — Newark Star Ledger.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.