Úrval - 01.08.1956, Page 41

Úrval - 01.08.1956, Page 41
VOGREK, SEM ER GULLI VERÐMÆTARA 39 ur á ýmsum öldum verið notað sem lyf, ástardrykkur, fæðuteg. und og krydd í vín, og auk þess til ilmvatnsgerðar. Einkennileg- ast af öllu er þó það, hvernig mönnum hefur getað dottið í hug að nota ambur í svo marg- víslegum tilgangi. Hve langan tíma tók t. d. að uppgötva, að bæta mátti bragð ákveðinna vín- tegunda með því að nota rétt magn af því á réttan hátt? -— Saga ambursins er sveipuð jafn. miklum leyndardómum og efnið sjálft. Vitað er, að frá upphafi 11. aldar og fram á 16. öld, var tal- ið að ambur væri steinefni, eins- konar jarðbik. Fornir gullgerð- armenn fullyrtu meira að segja að það yrði til í gosum á mar- arbotni. Þessi misskilningur olli því, að menn töldu ambrið skylt venjulegu rafi, sem er orðið til úr steingerðum trjám. Menn héldu þannig í fyrstu að ambrið væri steintegund, síðan töldu menn það vera úr jurtaríkinu, en engum datt í hug að það væri efni úr dýraríkinu. Við vitum ekki með vissu hvenær menn komust að raun um uppruna ambursins, en á öndverðri 17. öld komust menn á þá skoðun, að það væri komið úr hvölum. En tiltölulega stutt er síðan menn gerðu sér fulla grein fyrir hverskonar efni ambrið er, enda var ekki unnt að afla vitneskju um það fyrr en þekkingin á hvölunum óx. Það er nú kunn- ugt, að ambur myndast aðeins í búrhvölum. Þeir eru stærstir af tannhvölunum og geta orðið allt að 20 metrum á lengd og vegið sextíu smálestir full- vaxta. Þeir, sem hafa lesið „Moby Dick“, vita að það eru engar ýkjusögur sem sagðar hafa verið af lævísi, grimmd og ofsa þessara risadýra. Fáar skepnur hafdjúpanna eru ó- árennilegri en búrhvalirnir með hin geysistóru, tunnulaga höfuð full af fljótandi feiti og tvö- falda röð af hvössum fjögurra þumlunga löngum tönnum. Búr- hvelin lifa enn hinu ævintýra- lega lifi sínu tiltölulega óáreitt af mönnum, þau kafa hafdjúp- in eftir fæðu og verða oft að heyja ógurlega bardaga við risa- kolkrabba, sem þau lifa aðal- lega á. Búrhvelin geta kafað afar djúpt, enda ráðast þau á kolkrabbana niðri við botn, þar sem þeir hafast við í gjótum og sprungum. Kolkrabbarnir snú- ast venjulega til varnar, enda eru höfuð hvalanna oft skrám- uð og tætt áður en hinir risa- stóru kjálkar lykjast um fórn- ardýrið. Hvalurinn bítur fálmar- ana í sundur og gleypir búkinn. Nokkru seinna tekur ambrið að myndast. — Af einhverjum óþekktum ástæðum verður hvöl- unum stundum ekki gott af kol. krabbaátinu, sem er þeim þó eðlilegt. Hinir hvössu goggar kolkrabbans erta innýfli hval- anna nægilega mikið til þess, að hið eftirsótta vaxkennda efni tekur að myndast. Hvalurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.