Úrval - 01.08.1956, Síða 42
40
tJRVAL
ælir þessu efni, og þegar það
kemst í snertingu við loftið,
brej^tist það í kekki, sem líkj-
ast osti, og berast þeir síðan
um hafið fyrir veðri og vindi.
I öllu ambri — hvort sem kökk-
urinn er fáein pund eða nokkr-
ar smálestir á þyngd — er allt-
af talsvert mikið af kolkrabba-
goggum, sem eru ekki ósvipaðir
nefi risapáfagauks. Ekki virð-
ast allir búrhvalir sýkjast á
þennan hátt, en hafi ambur
hinsvegar myndast í hval, held-
ur það áfram að gera það. —
Komið hefur fyrir að hvalveiði-
rnenn hafa skorið búrhval, sem
var fullur af ambri. Einnig hafa
menn verið vottar að því, að
hvalur hefur ælt ambri, þegar
hann var skutlaður.
Það er erfitt að lýsa ambri
svo vel sé. Melville lýsti því svo,
að það væri „fitukennt og ilm-
aði“, svipað „góðri Windsorsápu
eða feitum, dröfnóttum gamal-
osti.“ Frank T. Bullen (sem í
bók sinni „Crusie of the Cacha-
lot“ birtir margar skemmtileg-
ar frásagnir af búrhvölum),
segir að efnið sé „hvítt og hálf-
gagnsætt“. Ambur hefur mis-
munandi lit, er stundum ljós-
grátt en einnig stundum svart.
Það er létt í sér og fremur
mjúkt og af því er einkennileg-
ur ilmur. Nú á dögum er það
einungis notað til ilmvatnsgerð-
ar, og þá aðeins í hin dýrustu
ilmvötn. Ilmvatnsframleiðendur
borga 3—4000 kr. fyrir kílóið.
Jafnskjótt og ambur fór að
teljast verðmætt efni, hófst
mikil verzlun með það. Tyrkir
notuðu það lengi, fyrst í lost-
æta rétti, en síðar í ástardrykki.
Á 16. og 17. öld var það talið
töfralyf, sem væri allra meina
bót. Það var meðal annars not-
að við flogaveiki, vatnssótt,
hjarta- og heilasjúkdómum. —
Það var varla til sá sjúkdómur,
sem ambur gat ekki læknað. —
Wilton og margir aðrir rithöf-
undar nefna ambur í ýmsu sam-
bandi, og árið 1141 minnist
Thomas Browne á ódauninn,
sem er því samfara að leita
amburs í dauðum hvalskrokk.
Arabar, Indverjar, Portúgal-
ar, Spánverjar og Persar
verzluðu allir með ambur á
ýmsum tímum, Zanzibar, Mada-
gascar og Ceylon voru lengi
helztu markaðssvæðin. Það hef-
ur jafnvel verið sagt, að Márar
hafi vanið úlfalda sína á að
þefa uppi ambur á strönd
Norður-Afríku. Ein af ein-
kennilegustu atburðum í sögu
ambursins gerðist 1791, þegar
Coffin skipstjóri, sem var hval-
veiðimaður frá Nantucket, var
kallaður fyrir neðri deild
brezka þingsins, til þess að
lýsa þessu sjaldgæfa og kostu-
lega efni fyrir hinum trúgjörnu
þingmönnum.
Síðan hann var uppi hefur
amburmagnið í heiminum faiið
síminnkandi og verð þess
hækkað. Verðið er nú orðið
svo hátt, að heppinn ambur-
leitarmaður getur rekist á