Úrval - 01.08.1956, Page 46

Úrval - 01.08.1956, Page 46
44 ÚRVAL viðbrögð og hugsanavenjur þjóðarinnar séu þær sömu, og sjá allir hvílík fjarstæða það er. Sannleikurinn er sá, að sú franska manngerð, sem lærðir þjóð- og sálfræðingar hafa velt vöngum yfir allt frá því um aldamót og sem Siegfried pró- fessor lýsti fyrir hagfræði- nemendum sínum í París fyrir aðeins tveim árum, er ekki ann- að en fegruð mynd af háborg- ara Parísar um aldamótin. Þessi háborgaralegi Frakki, er taldi sig tilheyra þroskaðri þjóð í samanburði við aðrar barnaleg- ar og líttþroskaðar þjóðir, er ekki lengur til nema sem stein- gervingur. Það er kannski aðeins orða- leikur, en nokkur sannleikur felst í þeirri fullyrðingu að franska þjóðin hafi verið þrosk- uð þjóð um aldamótin í saman- burði við aðrar þjóðir — ef við mælum þroskann í árum. Af hagskýrslum má sem sé ráða, að um aldarfjórðungsskeið — frá 1885 til 1910 — hafi í Frakk- landi verið tiltölulega fleira fólk á miðjum aldri og færri börn og öldungar en í öðrum Evrópulöndum -—■ fleiri starf- andi hendur og færri ómagar. Um aldamótin var franska þjóð- in m. ö o. ein þroskaðasta þjóð í heimi. Þetta höfðu þeir sem töluðu um frönsk þjóðarein- kenni ekki hugmynd um, enda þótt þeir muni hafa fundið glöggt til þess að þeir tilheyrðu þroskuðu, fullsköpuðu þjóð- félagi er þyldi samanburð við Athenu og Róm til forna. En einmitt þetta hugboð varð upp- haf að þeirri alröngu en líf- seigu skoðun þeirra sem stjórn- uðu landinu, að velmegunin hljóti að vaxa í réttu hlutfalli við fækkun barnsfæðinga. Um aldamótin var Frakkland vissulega fyrirmyndarland í fleiri en einu tilliti. Nýlendu- veldi þess var í örum vexti og franskir verkfræðingar byggðu brýr, járnbrautir, hafnir og borgir í Suðurameríku og Aust- urlöndum. Frakkar fluttu út meira fjármagn en nokkur önn- ur þjóð miðað við fólksfjölda, lífskjörin voru, jafnvel hjá almenningi, miklu betri en í Þýzkalandi, Englandi og á Norðurlöndum. Um framfarir í ræktun landsins var að vísu ekki að ræða vegna þess að ekki þótti arðbært að festa í henni fé, en þeim mun meir beindist áhugi þjóðarinnar að París -—• þar bjuggu auðmenn og mennta- menn þjóðarinnar; þar blómstr- uðu ekki aðeins leikhús, listir og bókmenntir meira en annars staðar, þar vann tízkuiðnaður- inn einnig sína stærstu sigra og þar náði blómaskeið hinnar frjálsu verzlunar hámarki sínu — breiðstræti Parísar voru um aldamótin brennipunktur auð- legðar, munaðar, smekkvísi, fágunar, andríkis og uppfinn- ingasemi — háborg hinnar borgaralegu iðnmenningar í Evrópu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.