Úrval - 01.08.1956, Page 46
44
ÚRVAL
viðbrögð og hugsanavenjur
þjóðarinnar séu þær sömu, og
sjá allir hvílík fjarstæða það er.
Sannleikurinn er sá, að sú
franska manngerð, sem lærðir
þjóð- og sálfræðingar hafa
velt vöngum yfir allt frá því um
aldamót og sem Siegfried pró-
fessor lýsti fyrir hagfræði-
nemendum sínum í París fyrir
aðeins tveim árum, er ekki ann-
að en fegruð mynd af háborg-
ara Parísar um aldamótin. Þessi
háborgaralegi Frakki, er taldi
sig tilheyra þroskaðri þjóð í
samanburði við aðrar barnaleg-
ar og líttþroskaðar þjóðir, er
ekki lengur til nema sem stein-
gervingur.
Það er kannski aðeins orða-
leikur, en nokkur sannleikur
felst í þeirri fullyrðingu að
franska þjóðin hafi verið þrosk-
uð þjóð um aldamótin í saman-
burði við aðrar þjóðir — ef við
mælum þroskann í árum. Af
hagskýrslum má sem sé ráða,
að um aldarfjórðungsskeið —
frá 1885 til 1910 — hafi í Frakk-
landi verið tiltölulega fleira
fólk á miðjum aldri og færri
börn og öldungar en í öðrum
Evrópulöndum -—■ fleiri starf-
andi hendur og færri ómagar.
Um aldamótin var franska þjóð-
in m. ö o. ein þroskaðasta þjóð
í heimi. Þetta höfðu þeir sem
töluðu um frönsk þjóðarein-
kenni ekki hugmynd um, enda
þótt þeir muni hafa fundið
glöggt til þess að þeir tilheyrðu
þroskuðu, fullsköpuðu þjóð-
félagi er þyldi samanburð við
Athenu og Róm til forna. En
einmitt þetta hugboð varð upp-
haf að þeirri alröngu en líf-
seigu skoðun þeirra sem stjórn-
uðu landinu, að velmegunin
hljóti að vaxa í réttu hlutfalli
við fækkun barnsfæðinga.
Um aldamótin var Frakkland
vissulega fyrirmyndarland í
fleiri en einu tilliti. Nýlendu-
veldi þess var í örum vexti og
franskir verkfræðingar byggðu
brýr, járnbrautir, hafnir og
borgir í Suðurameríku og Aust-
urlöndum. Frakkar fluttu út
meira fjármagn en nokkur önn-
ur þjóð miðað við fólksfjölda,
lífskjörin voru, jafnvel hjá
almenningi, miklu betri en í
Þýzkalandi, Englandi og á
Norðurlöndum. Um framfarir í
ræktun landsins var að vísu
ekki að ræða vegna þess að ekki
þótti arðbært að festa í henni
fé, en þeim mun meir beindist
áhugi þjóðarinnar að París -—•
þar bjuggu auðmenn og mennta-
menn þjóðarinnar; þar blómstr-
uðu ekki aðeins leikhús, listir
og bókmenntir meira en annars
staðar, þar vann tízkuiðnaður-
inn einnig sína stærstu sigra og
þar náði blómaskeið hinnar
frjálsu verzlunar hámarki sínu
— breiðstræti Parísar voru um
aldamótin brennipunktur auð-
legðar, munaðar, smekkvísi,
fágunar, andríkis og uppfinn-
ingasemi — háborg hinnar
borgaralegu iðnmenningar í
Evrópu.