Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 47
HVAÐ ER AÐ 1 FRAKKLANDI ?
■45
Fyrri heimsstyrjöldin var
skel'filegt áfall fyrir þetta sam-
félag — í raun og veru bana-
högg, ekki aðeins vegna sóun-
ar og eyðileggingar efnalegra
verðmæta, heldur einnig vegna
stórfelldrar breytingar á ald-
ursflokkum þjóðarinnar. Á víg-
völlunum létu nærri tvær millj-
ónir manna á bezta aldri lífið,
fæðingum hélt áfram að fækka
og hið ,,þroskaða“ þjóðfélag
aldamótanna breyttist á skömm-
um tíma í þjóðfélag öldunga.
Eftir styrjöldina reyndu all-
ar þjóðir Evrópu af eðlilegum
ástæðum að hverfa aftur til
þeirra samfélags- og lifnaðar-
hátta sem ríktu fyrir stríðið,
en hvergi var þetta reynt af
jafnörvæntingarfullri einbeitni
og í Frakklandi og hvergi var
þessari viðleitni haldið áfram
jafnlengi og þar. Skýringin er
sú, að ef til vill mun engin þjóð
hafa saknað jafnsárt hinna
gömlu góðu daga og Frakkar.
Lærða menn greinir einnig á
um orsök þess að vakning sú
til aukins lýðræðis sem varð í
löndum Vesturevrópu á þriðja
tug aldarinnar varð ekki sam-
tímis í Frakklandi, þ. e. að
verkalýðurinn náði ekki sama
pólitíska þroska þar og annars
staðar. Vakningin hefði eðli
málsins vegna átt að koma með
hinum almennu kosningum
1924, þar eð meiri hluti kjós-
endanna hafði þá notið skóla-
náms — almennan kosningrétt
fengu Frakkar eins og kunnugt
er löngu á undan þjóðum Norð-
urlanda — en engar verulegar
breytingar urðu — kjósendurn-
ir veittu verkalýðsflokkunum
ekki nægilegt brautargengi til
þess að þeir kæmust með í sam-
steypustjórn. Líklegt er að hin
skelfilega blóðtaka stríðsins,
sem nær eingöngu bitnaði á
karimönnum milli tvítugs og
fertugs,. hafi styrkt hin íhalds-
samari öfl þjóðfélagsins, og að
fólksfækkunin hafi haft djúp-
tæk áhrif á stjórnmálaþróunina,
en ætla má þó að draumurinn
um að hverfa aftur til ástands-
ins fyrir 1914 — að endurreisa
hina frjálsu, borgaralegu vel-
megun aldamótaáranna — hafi
haft sín áhrif á kosningaúr-
slitin.
Það er í rauninni í ljósi alls
þessa, sem við verðum að líta
á þá krossferð gegn nýsköpun
og vélvæðingu, já gegn öllum
tækniframförum yfirleitt, sem
franskir andans menn og fagur-
kerar héldu uppi af óþreytandi
elju á öðrum og þriðja tug ald-
arinnar og fram á fjórða tug-
inn. Það var enn draumurinn um
þjóðfélag aldamótanna, stund-
um ruglað saman við Róm eða
öllu heldur Aþenu, sem þar var
að verki. Ekki þarf annað en
líta á stjórnmálaskrifin frá
þriðja tug aldarinnar til þess að
sannfærast um þetta. Tvo
stjórnmálarithöfunda, þá Luci-
en Romier og Albert Thibaudet,
ber hæst í Frakklandi á ára-
tugunum tveim fyrir síðari