Úrval - 01.08.1956, Síða 60
‘58
ÚRVAL
Þrvkkileiðslur
í stað þráðaleiðslna.
Spaghetti er að syngia út-
gönguvers sitt, segja rafmagns-
verkfræðingar. Hvað vita raf-
magnsverkfræðingar um það ?
mun einhver spyrja, ekki eru
þeir neinir matreiðslusérfræð-
ingar. Nei, mikið rétt, en þeir
eiga heldur ekki við hinn ljúf-
fenga þjóðarrétt ítala, heldur
þá víraflækju, sem er í öllum
rafeindatækjum, svo sem út-
varpsviðtækjum, sjónvarpstækj-
um, reiknivélum o. fl., og líkist
einna helzt spaghetti.
Þessa víraflækju er nú hægt
að losna við og setia í staðinn
svonefndar þrykkileiðslur, sem
framleiddar eru í sjálfvirkum
vélum. Þetta rafleiðslukerfi, sem
líkist einna helzt prentaðri
teikningu, er þrykkt á eða graf-
ið í plastspjöld, og kemur í stað
þráðaleiðslna. Rafmagn streym-
ir eftir hinum þrykktu línum
á sama hátt og eftir þráðum.
Það hefur hingað til verið
eitt tímafrekasta verkið í smíði
útvarpstækja að sjóða saman
allar leiðslur; það tekur út-
varpsvirkja marga klukkutíma
að tengja saman allar leiðslur
t. d. í radarkerfi, en með þrykki-
leiðsluaðferðinni er hægt að
framleiða þessi leiðslukerfi í
sjálfvirkum vélum á margfalt
skemmri tíma.
Aimenningur mun njóta góðs
af þessari nýju aðferð í stór-
lega lækkuðu verði á útvarps-
og sjónvarpstækjum, auk þess
sem tækin verða endingarbetri
og viðgerðarkostnaður minni.
Fyrirferðin er einnig miklu
minni; öllum leiðslum er kom-
ið fyrir á einu flötu spjaldi,
ýmist greiptar í eða þrykktar
á, og auðveldar það mjög fram-
leiðslu hinna margumtöluðu
armbandsviðtækja; sjónvarps-
tæki mun verða hægt að hengja
upp á vegg eins og mynd, og
rafeindareiknivélar verða miklu
minni og ódýrari en nú.
Eftir að leiðslukerfið hefur
verið þrykkt á spjaldið, er hin-
um einstöku rafeindahlutum
tækisins, svo sem lömpum, mót-
stöðum, spólum, straumbreyt-
um o. fl., komið fyrir á sínum
stað með vélum, þannig að
mannshöndin þarf lítið sem
ekkert að koma nálægt fram-
leiðslunni lengur.
Rafmagnsverkfræðingar
vinna nú að því að minnka fyr-
irferð hinna ýmsu hluta raf-
eindatækjanna til samræmis við
þrykkileiðslurnar. Suma þess-
ara hluta, svo sem mótstöður
og þétta, er raunar einnig farið
að þrykkja á spjaldið eins og
leiðslurnar. Með tilkomu trans-
istorsins*), hins merkilega raf-
eindatækis, sem ekki er stærri
en baun og komið getur í stað
lampa í viðtækjum og öðrum
rafeindatækjum, var stórt spor
stigið í þessa átt.
*) Sjá „Transistorinn: nýjung í
fjarskiptum" í 3. hefti XII. árg.
—• Science News Letter.