Úrval - 01.08.1956, Síða 63

Úrval - 01.08.1956, Síða 63
UM SIGMUND FREUD OG KENNINGAR HANS 61 er önnur tilvitnun: „Sigmund Freud átti engan fyrirrennara á borð við Newton. Ef afstæðis- kenning Einsteins er talin mesta afrek sem mannleg skynsemi hefur unnið, er erfitt að finna hæfileg orð yfir það sem Freud afrekaði.“ Mér finnst þetta hrós ekki oflof, en ýms ummæli og lofs- yrði um áhrif Freuds á samtíð sína tel ég vafasamari. Einn rit- höfundur skrifar t. d.: „Það er erfitt að ímynda sér hvernig heimurinn væri ef Freud hefði aldrei verið til, því að hann og fylgjendur hans hafa mótað hugsun og málfar nútíma- mannsins." Annar skrifar: „Öðru hvoru koma fram á sjón- arsviðið miklir hæfileikamenn, sem breyta viðhorfi voru til heimsins á einhverju tiltölulega takmörkuðu sviði. . . En breyt- ingar á grundvallaratriðum í skilningi vorum á heiminum og hver öðrum, á sjálfri undirstöðu hugsana vorra og tungutaks, eru sjaldgæfar, og enn sjald- gæfara er að þær megi rekja til eins manns. En slík eru áhrif Freuds, höfundar sálkönnunar- innar, um það verður ekki ef- ast.“ Ég leyfi mér nú samt að efast um þetta, enda þótt svo kunni vel að fara, að framtíðin staðfesti þenna dóm. Það er erfitt fyrir samvizkusaman sagnfræðing að meta rétt þátt nokkurs eins manns í þeim mörgu og rniklu breytingum, sem orðið hafa á undanförnum aldarhelmingi. Þar við bætist, að því betur sem maður kynn- ist verkum Freuds, því ljósara verður manni hve lítið samtíðin hefur enn tileinkað sér af þeim. Manni finnst miklu meira til um það sem enn skortir á að þau hafi verið hagnýtt í þágu félags- mála. En þegar þessi varnagli hefur verið sleginn, hygg ég að full- yrða megi að talsverðra áhrifa sé þegar farið að gæta, þótt ekki sé lengra síðan verk Freuds komu út. Fyrir áhrif frá þeim er menn farið að gruna, að þeir viti ekki um allt sem fram fer í huga þeirra, að hugsanir þeirra og hegðun stjórnist stundum af hugarhræringum, sem ekki koma fram í dagsins ljós. Þetta er að minnsta kosti örlítil byrj- un. Það má greina hana í dag- legu lífi. Mismæli, ýms svoköll- uð tilviljanakennd atvik, svo sem gleymska, að týna hlutum o. s. frv. eru ekki lengur talin ómerkileg fyrirbrigði. Þvert á móti; oft er frumorsök mismæl- anna dregin hlífðarlaust fram í dagsljósið á þann hátt að óþæg- indum veldur, en jafnframt er von til þess að sjálfsþekking aukist. Svo fóru þau tíðindi að spyrjast, að draumar væru ekki marklaust rugl, ekki sá sundur- lausi hrærigrautur, sem þeir virðast vera, heldur sé merking þeirra mjög mikilvæg til skiln- ings á persónuleikanum. í huga almennings er nafn Freuds tengdara draumum og drauma-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.