Úrval - 01.08.1956, Side 65
UM SIGMUND FREUD OG KENNINGAR HANS
63
komst Freud ekki hjá því að
kynnast mörgum fyrirbrigðum,
sem svipaði til þess er manm
fræðingar höfðu veitt athygli í
hugmyndalífi frumstæðustu
þjóðflokka sem nú lifa. tÞetta
voru fyrirbrigði, sem áttu ræt-
ur í dulvitundinni. Eitt hið at-
hyglisverðasta var trúin á al-
mætti eigin hugsana, þannig að
ekki þurfti annað en óska sér
einhvers til þess að það kæmi
fram. Þessi barnalega ósk-
hyggja er undirrót trúarinnar
á töfra og annarleg máttarvöld,
sem jafnvel hinn siðmenntaði
nútímamaður er enn hvergi
nærri laus við. Hún hefur einn-
ig sínar dökku hliðar, svo sem
ótta manns við að fjandsamleg-
ar hugsanir hans eða hugsanir,
sem hann vill ekki kannast við,
kunni að rætast, og leiðir þann-
ig bæði til samvizkubits og refs-
ingar. Þetta hugarástand fylgir
tíðum sorg yfir missi ástvinar,
sem vér höfum ef til vill stund-
um reiðzt; við andlát hans læð-
ist að oss sá óttalegi grunur,
að þessi óvildarhugur kunni að
hafa valdið dauða hans.
Á ýmsum sviðum, sem ætla
mætti að kenningar Freuds gætu
borið ávöxt, hefur þeim enn
ekki verið beitt. Svo er t. d.
á sviði alþjóðasamskipta sem
með öfund sinni, ótta og tor-
tryggni bera sorglega mikinn
keim af því sem kynnast má í
barnaherberginu.
Hvernig var hann þessi mað-
ur sem olli slíkum byltingum í
hugarheimi mannanna ? Hann
var maður sem átti erfiða ævi
og taldi þessvegna rangt að láta
svo sem lífið sé leikur; ef' vér
erum við því búin að mæta
erfiðleikum í lífinu, munum vér
geta notið þeim mun betur
gæða þess. Foreldrar Freuds
voru Gyðingar. Á bernsku ár-
um hans komust þau í krögg-
ur, og hann lifði alla æsku sína
við mikla fátækt. Fátæktin var
fylgikona hans fram á miðjan
aldur. Jafnvel eftir að hann var
kominn undir þrítugt gat hann
fengið samvizkubit ef hann
leyfði sér þann munað að kaupa
sér súkkulaðistöng til að seðja
hungur sitt, eða ef hann naut
góðrar máltíðar sem honum
hafði verið boðið til meðan
systir hans hafði ekkert að
borða. Eftir fyrri heimsstyrj-
öldina varð hann öreigi vegna
gengishrunsins sem varð í
Austurríki. Verk hans sættu
harðri gagnrýni, en hann lét
aldrei bugast af þeim óhróðri
sem ausið var yfir hann og
hafði jafnan á takteinum
hnyttnar og sláandi athuga-
semdir ef svo bar undir. Á átt-
ræðisafmæli hans, þegar hon-
um bárust heillaóskir hvað-
anæva úr heiminum, birtu fjöl-
mörg dagblöð greinar þar sem
lýst var fyrirlitningu á kenn-
ingum hans. Þá varð Freud að
orði: „Það er ánægjulegt að
komast að raun um það, að
enn skuli vera til hreinskilni í
í heiminum."