Úrval - 01.08.1956, Side 67
UM SIGMUND FREUD OG KENNINGAR HANS
65
:i garð þeirra átti umburðarlyndi
hans sér engin takmörk.
Að eðlisfari var Freud óvenju
geðríkur og ástríður hans
heitar, jafnt í ást sem í hatri.
En þessum lyndiseinkunnum
fylgdi jafnsterk sjálfsstjórn, svo
að geðríki hans lét sín næstum
aldrei getið út á við. Máttur
þess birtist í hlífðarlausri, ein-
beittri leit han's að þekkingu.
Athyglisverður þáttur í sjálf-
stjórn hans var óvenjuleg þag-
mælska um eigin hagi, einkum
að því er snerti ástalíf hans.
Mér er í fersku minni eitt
skemmtilegt dæmi um þetta.
Hann sagði okkur félögum sín-
um, að af persónulegum ástæð-
um gæti hann ekki mætt á fundi,
sem halda átti á tilteknum degi.
Nokkrum dögum síðar lá sér-
staklega vel á honum og trúði
hann þá einum okkar fyrir því,
að hann ætti silfurbrúðkaup
þennan tiltekna dag, en hann
bað harm að segja engum frá
þessu. I bók sinni Draumaskýr-
ingar greinir hann ítarlega frá
sálarlífi sjálfs sín í sambandi
við skýringar á draumum sín-
um. Koma þar fram ýmsar ó-
skemmtilegar hugsanir og
sumar niðrandi fyrir hann sjálf-
an. En hann greinir frá þeim
af hlífðarlausri hreinskilni. Á
hinn bóginn þegir hann vand-
lega yfir öllu því sem snerti
hina ástríku hlið í eðli hans,
eins rík og hún var þó í fari
hans. Einnig var hann þögull
um öll þau mörgu góðverk sem
hann vann í kyrrþey.
Áhugamál Freuds voru mörg
og menntun hans víðtæk. Hann
var mjög vel að sér í ldass-
ískum bókmenntum, og einnig
í því bezta í evrópskum bók-
menntum. Helzta hjástund hans
var að safna forngripum frá
Grikklandi og Englandi. Hann
batt vináttu við nokkra ku’nn-
ustu rithöfunda síns tíma í
Evrópu, svo sem Thomas Mann,
Romain Rolland, Arthur
Schnitzler, Arnold Zweig og
Stefan Zweig og stóð í reglu-
bundnum bréfaskriftum AÚð þá.
I skaphöfn Freuds gætti
tveggja fágætra eiginleika: ann.
ar var furðulegt andlegt hug-
rekki, sem gat horfzt í augu
við hinar óþægilegustu stað-
reyndir — og í rannsóknum
sínum dró hann margar slíkar
staðreyndir fram í dagsljósið.
Hinn eiginleikinn var vægðar-
laus hreinskilni og ást á sann-
leikanum, sem ekki þoldi neina
tilslökun.
Hinar ströngu kröfur hans
um ráðvendni birtust jafnt í
verkum hans sem í persónu-
legri hreinskilni hans. Oft báðu
vinir hans hann um að gera
kenningar sínar geðfelldari með
því að nota eitthvert hlut-
lausara orð í stað hins af-
dráttarlausa orðs sexuel (kyn-
ferðislegur), en hann neit-
aði því eindregið og hélt því
fram, að ef maður hætti
sér út á þá hálu braut undan-