Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 71
„GAGNSLAUS" LYF LÆKNA SJÚKDÓMA
69
laust. Sú reynsla hefur gert þá
tortryggna þegar borizt hafa
glæsilega fréttir af nýjum töfra-
lyfjum.
En á hinn bóginn er oft erfitt
að halda hlutlægni sinni, þegar
sjúklingarnir láta í ljós hrifn-
ingu sína á áhrifum nýs lyfs.
Þær rannsóknir, sem hér hafa
verið raktar, sýna hve valt get-
ur verið að treysta slíkri hrifn-
ingu. Þær sýna, að þriðji hver
sjúklingur fær bót af óvirku
lyfi. Mörg svokölluð virk lyf
sýna ekki betri árangur.
Tilraunir með ný lyf á þann
hátt, sem lýst e'r í upphafi þess-
arar greinar, eru þannig hvergi
nærri óyggjandi. Þó að augljóst
ætti að vera, að rökstutt álit
á nýju lyfi sé þá fyrst hægt
að bera fram, þegar það hefur
verið reynt á mönnum, er ekki
hægt að loka augunum fyrir
því, að fá má á margan hátt
gleggri niðurstöður af tilraun-
um á dýrum, þar sem sálræn
áhrif koma ekki til greina.
Áhrifamáttur hinna óvirku
lyf ja er athyglisvert fyrirbrigði.
Það virðist vera náið samband
milli þess fjölda sem þau hjálpa
og þeirrar staðreyndar, að þriðj-
ungur þeirra sjúklinga, sem
lagðir eru á sjúkrahús, hafa
orðið líkamlega sjúkir vegna
þess andlega fargs, sem hvílir
á lífi þeirra.
Þau sýna, að það er vottur
af fakír i flestum okkar. Við
dáumst að hæfileika fakírsins
til þess að gera sig tilfinninga-
lausan gagnvart sársauka, en
það er eins hægt að dást að
hæfileika mannanna til þess að
losa sig við höfuðverk og ann-
an sársauka með því að taka
lyf, sem samkvæmt öllum regl-
um skynseminnar ætti ekki að
hafa nein áhrif. Skottulæknar
hafa unnið sér hylli í krafti
þessa hæfileika — læknarnir
raunar einnig, og ekki sízt áður
fyrr, þegar hinn eiginlegi áhnfa-
máttur lyf janna var lítt kunnur.
Það er milljónum króna eytt
í lyf, sem samkvæmt eðli sínu
eru gagnslaus. Við getum býsn-
azt yfir slíkri sóun, en við get-
um líka huggað okkur við, að
þrátt fyrir allt sé þetta oft á
tíðum ódýrasta hjálpin.
Það er þörf á frekari rann-
sóknum á áhrifamætti hinna ó-
virku lyfja — nú fremur en
nokkru sinni fyrr, þegar tekizt
hefur á mörgum sviðum að
finna raunverulega virk lyf, sem
segja má að geri kraftaverk.
Þegar ég var ungur komst ég að þeirri niðurstöðu, að niu
af hverjum tíu verkum, sem ég tók mér fyrir hendur, mis-
tókust. fig gat ekki unað við slíkt ástand og þessvegna tifald-
aði ég afköst mín.
- George Bernard Shaw.