Úrval - 01.08.1956, Page 72

Úrval - 01.08.1956, Page 72
Greinarhöftmdur lýsir siimi eigin reynslu af því hvernig; eigi — Að njóta tónlistar0 Grein úr „Holiday“, eftir Joseph Wechsberg. AÐ tók mig mörg ár — og mikla vinnu — að læra að hlusta á tónlist, þó að ég hafi alltaf haft yndi af henni og hafi leikið á fiðlu síðan ég var sjö ára. Ég er enn að læra. En launin hafa verið ríkuleg. Margar beztu stundir lífs míns hef ég átt við hljóðfærið. Það eittað hlusta á tónlisthefur fært mér huggun á raunadögum og lyft fögnuði mínum í æðra veldi á gleðidögum. Nú er svo komið, að ég hafna fúslega öllu fyrir tónlistarkvöld. Fyrsti leikur minn opinber- lega var ekki list til að státa af, en þeim mun lærdómsríkari. Ég var tólf ára gamall og átti heima í Ostrava, fæðingarborg minni í Tékkóslóvakíu, þegar móðurbróðir minn kom eitt sinn til mín og bauð mér að leika með sér á sjötíu og fimm ára afmæli móðurömmu minnar. Móðurbróðir minn var kaup- sýslumaður að atvinnu, en tón- listin var hjartansmál hans. Hann lék á fiðlu, víólu og selló, og ef með þurfti gat hann einn- ig leikið á píanó, klarínett, harmóniku, lágfiðlu og fleiri hljóðfæri. Daglegum störfum sínum sinnti hann nánast eins og svefngengill, en þegar hann kom hemi á kvöldin og tók fram hljóðfærið sitt, lifnaði hann allur við. Hann var sá áhuga- lausasti kaupsýslumaður og áhugasamasti kvartettleikari sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Að sjálfsögðu var hann eftirsóttasti tónlistarmaður í bænum okkar. Þennan dag árið 1919 til- kynnti hann fiðlukennara mín- um að ég ætti að leika fiðlu- hlutverkið í Sinfonia Concert- ante, einu yndislegasta tríói Mozarts; sjálfur ætlaði hann að leika á víóla en systir hans á píanóið. Kennarinn, sem vissi að mikið vantaði á að ég gæti leyst þetta af hendi skamm- laust, stakk upp á því að leikið yrði eitthvað léttara, t. d. Dans Anítru eftir Grieg, sem þá var mjög vinsæll. En frændi minn tók það ekki í mál og ákvað fyrstu æfingu kvöldið eftir, Ég gleymi aldrei þeirri raun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.