Úrval - 01.08.1956, Page 72
Greinarhöftmdur lýsir siimi eigin
reynslu af því hvernig; eigi —
Að njóta tónlistar0
Grein úr „Holiday“,
eftir Joseph Wechsberg.
AÐ tók mig mörg ár — og
mikla vinnu — að læra að
hlusta á tónlist, þó að ég hafi
alltaf haft yndi af henni og
hafi leikið á fiðlu síðan ég var
sjö ára. Ég er enn að læra.
En launin hafa verið ríkuleg.
Margar beztu stundir lífs míns
hef ég átt við hljóðfærið. Það
eittað hlusta á tónlisthefur fært
mér huggun á raunadögum og
lyft fögnuði mínum í æðra veldi
á gleðidögum. Nú er svo komið,
að ég hafna fúslega öllu fyrir
tónlistarkvöld.
Fyrsti leikur minn opinber-
lega var ekki list til að státa af,
en þeim mun lærdómsríkari. Ég
var tólf ára gamall og átti
heima í Ostrava, fæðingarborg
minni í Tékkóslóvakíu, þegar
móðurbróðir minn kom eitt sinn
til mín og bauð mér að leika
með sér á sjötíu og fimm ára
afmæli móðurömmu minnar.
Móðurbróðir minn var kaup-
sýslumaður að atvinnu, en tón-
listin var hjartansmál hans.
Hann lék á fiðlu, víólu og selló,
og ef með þurfti gat hann einn-
ig leikið á píanó, klarínett,
harmóniku, lágfiðlu og fleiri
hljóðfæri.
Daglegum störfum sínum
sinnti hann nánast eins og
svefngengill, en þegar hann kom
hemi á kvöldin og tók fram
hljóðfærið sitt, lifnaði hann
allur við. Hann var sá áhuga-
lausasti kaupsýslumaður og
áhugasamasti kvartettleikari
sem ég hef nokkurn tíma
kynnzt. Að sjálfsögðu var hann
eftirsóttasti tónlistarmaður í
bænum okkar.
Þennan dag árið 1919 til-
kynnti hann fiðlukennara mín-
um að ég ætti að leika fiðlu-
hlutverkið í Sinfonia Concert-
ante, einu yndislegasta tríói
Mozarts; sjálfur ætlaði hann að
leika á víóla en systir hans á
píanóið. Kennarinn, sem vissi
að mikið vantaði á að ég gæti
leyst þetta af hendi skamm-
laust, stakk upp á því að leikið
yrði eitthvað léttara, t. d. Dans
Anítru eftir Grieg, sem þá var
mjög vinsæll. En frændi minn
tók það ekki í mál og ákvað
fyrstu æfingu kvöldið eftir,
Ég gleymi aldrei þeirri raun.