Úrval - 01.08.1956, Síða 73
AÐ NJÓTA TÓNLISTAR
71
Þessi sköllótti, dagfarsprúði
maður með þykk gleraugun
varð allur annar frá þeirri
stundu er hann settist við nótna-
grindina. Andlitsdrættir hans
urðu stífir, augun skutu neist-
um og framkoma hans var í
hæsta máta einræðisleg.
Tónleikar okkar byrjuðu ekki
vel. Amma mín táraðist af ein-
skærri hrifningu yfir leik okkar,
og frændi bölvaði í fyrsta kafl-
anum af því að mér fipaðist í
tveim auðleiknum köflum, sem
tekizt höfðu vel á öllum æfing-
um. Ég lék falskar nótur, sleppti
úr, missti vald á bogadrættinum
og drýgði allar syndir nýliðans.
Og svo þegar við vorum hálfnuð
með hæga kaflann, gerðist eitt-
hvað undursamlegt. Mér fór
allt í einu að þykja gaman að
spila; andartak heyrði ég söng-
inn í fiðlunni minni yfirgnæfa
söng hinna hljóðfæranna. Hend-
ur mínar hættu að skjálfa og
tónn minn öðlaðist mýkt, yl
og fyllingu. Ég lyftist upp í
háloft guðlegra samhljóma og
í nokkrar sekúndur fann ég
bylgjast um mig þann alsælu-
fögnuð sem skíðamaður hlýtur
að finna þegar hann brunar nið-
ur brekku í tærri sólbirtu vors-
ins og lausamjöllin þyrlast und-
an skíðunum. Ég loka.ði aug-
unum og gleymdi fólkinu í
kringum mig og ófullkomleik
sjálfs mín. Ég hafði fundið
hamingjuna í því að endurskapa
tónlist mikils meistara.
Alla tíð síðan hef ég fundið
unað í því að leika á hljóðfæri,
unað sem endurtekning hefur
aldrei megnað að sljóvga. Mest
yndi hef ég af stofutónlist,
einkum strengjakvarettum, þar
sem andi tónlistarinnar birtist
skírastur.
Stofutónlist er, eins og nafn-
ið bendir til, samin fyrir dag-
stofuna öllu frekar en fyrir
hljómleikasalinn, og er eink-
um leikin af áhugamönnum.
(Áhugamaður er ekki endilega
lélegur tónlistarmaður, en á-
huginn hjálpar honum oft til að
gleyma ófullkomleika sjálfs sín.
Tónlistin er fyrir hann ekki
fyrst og fremst ,,list“, heldur
lífið sjálft).
Kvartettleikur er ágæt æfing"
í samstarfi. Stofutónlistarmenn
deila oft hart, en komast næst-
um alltaf að samkomulagi. Þeir
þola ekki áhugaleysi; þeim sem
ekki sýnir áhuga er aldrei boð-
ið aftur. Ekki heldur dugleys-
ingjum, sem vilja hætta um
miðnætti eftir að hafa leikið í
aðeins fimm tíma og aðeins
fimm eða sex kvartetta.
Iðkun tónlistar hefur holl og
yngjandi áhrif; ég hef séð hvít-
hærðan, sjötugan öldung fá
æskuljóma í augun eftir að hafa
leikið heilt kvöld í kvartett.
Þegar ég stundaði nám við
tónlistarskólann í Vín dreymdi
mig um frægð og frama á tón-
listarbrautinni. Var ekki alltaf
rúm fyrir einn í viðbót á tindi
frægðarinnar ?
En ég var svo lánsamur að