Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 77
SÖGULEG BLÓÐGJÖF
Lækna hafði dreymt um það
öldum saman, að geta á örugg-
an hátt dælt mannsblóði inn í
æðakerfið að nýju. Á 17. öld
hafði franskur læknir, Jean Den.
ys, dælt lambablóði í æð drengs.
Fyrir eitthvert kraftaverk hélt
drengurinn lífi, enda þótt blóð-
flutningur milli tegunda sé
gagnslaus og hættulegur, eins
og nú er vitað.
Aðrar tilraunir höfðu verið
gerðar. Á 19. öld hafði verið
reynt að dæla blóði í kviðarhol
kvenna við barnsburð. En slík-
ar tilraunir báru sjaldan árang-
ur og enduðu oft með skelfingu.
Meginhindrunin var myndun
blóðlifra, þegar blóðið var látið
renna úr blóðgjafanum í ílát, en
færi blóðlifur með þegar blóð
var gefið, gat hún valdið ban-
vænni æðastíflu.
Á fyrstu árunum eftir alda-
mótin hafði mikið áunnizt fyrir
tilverknað hins ágæta skurð-
læknis og lífeðlisfræðings Alexis
Carrels, er seinna hlaut Nobels-
verðlaun fyrir brautryðjanda-
starf sitt í skurðaðgerðum á
æðakerfinu. I krafti þekkingar
sinnar á æðakerfinu og frábærr-
ar leikni í skurðlækningum
hafði honum tekizt að tengja
saman æðar lifandi hunda.
Dr. Crile bjóst nú til að gera
sömu djörfu tilraunina á manni.
Hann ætlaði að gefa Joseph
Miller blóð með því að tengja
æðakerfi hans við æðakerfi
bróður hans.
Sam Miller var við sjúkrabeð
bróður síns. Dr. Crile sneri sér
að honum og spurði: „Viljið
þér gefa dálítið af blóði yðar
til þess að bjarga lífi bróður
yðar?“
,,Auðvitað,“ svaraði Sam án
þess að hika.
„Gott og vel.“ Dr. Crile sneri
sér að hjúkrunarkonunni: „Seg-
ið þeim að hafa allt reiðubúið
í skurðstofunni." Svo sneri
hann sér að Sam: „Komið þá
með mér.“
í skurðstofunni voru Sam
og Joseph lagðir hlið við hlið
en með höfuðin öndvei"t. Þeir
fengu báðir staðdeifingu í hand.
legg. Joseph fór sífellt hrakandi.
En þegar byrja skyldi á
skurðaðgerðinni, kom babb í
bátinn; allar nálarnar sem til
voru í skurðarstofunni, voru of
grófar til að sauma með hinar
grönnu æðar, sem tengja áttu
saman æðakerfi bræðranna.
Loks kom ein hjúkrunarkonan
með hárfína nál, sem hún not-
aði við útsaum af smágerðustu
tegund.
Aftur virtist allt ætla að
stranda á því að ekkert girni
í skurðstofunni var nógu
grannt til þess að sauma með
því. Þá var leitaður uppi fín-
asti silkidúkur, sem til var á
spítalanum, og rakinn úr honum
þráður.
Nú var hægt að byrja; úln-
liðir bræðranna voru lagðir hlið
við hlið og dr. Crile risti fyrir.
Hann fletti frá slagæðinni í úln-
lið Sams og bláæð í úlnlið sjúk-