Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 79
SÖGULEG BLÓÐGJÖF
Síðan þetta gerðist hafa orðið
miklar framfarir í blóðgjöfum,
og nú er svona skurðaðgerð
ekki lengur nauðsynleg. I stað
þess er blóðið úr blóðgjafanum
látið renna í glas með efni í
sem kemur í veg fyrir að blóð-
lifrar myndist í því, og síðan
er blóðið gefið gegnum nál, sem
stungið er í æð sjúklingsins. Er
slík aðgerð daglegur viðburður
á sjúkrahúsum og engum vand-
kvæðum bundin.
Árið 1906 vissum við að sjálf-
sögðu ekkert um blóðflokka og
margt annað um eðli blóðsins,
sem síðar hefur komið á dag-
inn. Dr. Crile notaði blóð úr
bróður Josephs í þeirri trú, að
77
vegna skyldleika væri blóð þeirra
í höfuðatriðum sama eðlis. Ekki
nægði Joseph Miller þessi blóð-
gjöf; hann varð að fá tvær blóð-
gjafir í viðbót áður en hann
var úr allri hættu. 1 þau skipti
gáfu blóð annar bróðir hans
og systir. Eftir að Joseph var
orðinn frískur, birti dr. Crile
greinargerð um aðgerðina. Hún
vakti geysilega athygli meðal
lækna og varð til þess að örva
mjög áhuga þeirraáblóðgjöfum.
Þegar þetta er skrifað, er
Joseph Miller enn í fullu fjöri.
Bróðir hans, Sam, er forstjóri
stórrar vefnaðarvöruheildverzl-
unar og Joseph er aðstoðarmað-
ur hans í fyrirtækinu.
Til yfirheyrslu.
Kennarinn sendi þrjá nemendur til yfirheyrslu hjá rektor
vegna einhverra óknytta, sem þeir höfSu framið.
„Nú,“ sagði rektor við fyrsta drenginn, „hvað hefur þú gert
af þér?“
,,Ég kastaði steini í vatnið," sagði hann.
„Einmitt það. Og þú,“ sagði rektor við annan drenginn, „hvað
hefur þú gert?“
„Ég hjálpaði honum til að kasta steini í vatnið," svaraði hann.
„Kastaðir þú líka steini i vatnið?" spurði rektor þriðja
drenginn.
„Nei,“ svaraði hann, „ég er Steinn." — Allt.
Barnagaman.
Mamma Ingu litlu hefur lagt ríkt á við hana, að þegar hún
fari með strætisvagni, megi hún ekki tala upphátt um fólk,
sem er í vagninum. Langi hana til að segja eitthvað, þá eigi
hún að geyma það þangað til hún komi heim.
Eir.u sinni þegar Inga fór með mömmu sinni í strætisvagni,
var í vagninum maður með óvenju stórt, þrútið og rautt nef,
sem Ingu varð meira en lítið starsýnt á. Minnug fyrirmæla
móður sinnar, sneri hún sér að henni og sagði:
„Mamma, þennan karl skulum við tala um þegar við kom-
um heim.“ — Allt.