Úrval - 01.08.1956, Síða 81
ÞEGAR SÓLIN STÓÐ KYRR
79
baki sér. En vísindin eru ekki
bókstafsbundin. Aldarfjórðungi
eftir þessi málaferli gefur vís-
indamaður út bók, þar sem hann
færir að því rök, að jörðin hafi
staðnæmzt á braut sinni eftir
að sögur hófust, og að sólin hafi
staðið á miðjum himni í nær
því heilan dag yfir Jósúa og
her hans.
Þó að megintilgangur bókar-
innar sé annar, staðfestir hún
frásagnir biblíunnar af öðrum
náttúruhamförum; gamalkunn-
ar frásagnir af undrum birtast
hér, ekki sem goðsagnir, heldur
sem nákvæm lýsing raunveim-
legra atburða.
Fræðimaðurinn, sem setur
fram þessar skoðanir, dr. Im-
manuel Velikovsky, kallar bók
sína Worlds in Collision
(Árekstrar milli heima). Á
sama hátt og Darwin setur hann
fram nokkrar tilgátur, og styð-
ur þær miklum lærdómi. Eins og
leynilögreglumaður í heimi vís-
indanna (fornleifafræði, forn-
dýrafræði, jarðfræði, stjörnu-
fræði, sálfræði og mannfræði)
hefur hann dregið saman sann-
anir, studdar sterkum líkum,
sem ef til vill eiga eftir að hafa
djúptæk áhrif á hugmynda-
heim mannanna.
Hlekkirnir í röksemdafæi’slu
hans eru smíðaðir úr sögu og
bókmenntum fornra og nýrra
þjóðflokka og þjóða um allan
heim. I texta og neðanmálsnót-
um gliti'a sannfærandi stað-
reyndir úr biblíunni, Talmud,
helgibók Hebrea, egypzkum
fornritum, babýlonskum
stjörnufræðitöfium, almanök-
um Maja og Azteka, úr þjóð-
sögum Araba, Indverja, Indíána
í Norðurameríku, frá Tíbet,
Kína og Perú.
Sagan um það þegar sólin
staðnaði á miðjum himni er gott,
dæmi um aðferð hans við söfn-
un staðreynda. Augljóst er, að
ef sólin „hraðaði sér eigi að
ganga undir nær því heilan
dag“, gat það fyrirbrigði ekki
hafa verið staðbundið. Þess
hlaut að gæta allsstaðar á jörð-
inni: ef sólin stóð kyrr á miðj-
um himni yfir Gideon, þá hlaut
að ríkja rökkur eða myrkur
jafnlengi annarsstaðar á jörð-
inni.
Dr. Velikovsky safnar hvað-
anæva úr heiminum frásögnum,
sem koma heim við frásögn
biblíunnar að því er snertir
tímalengd birtu eða myrkurs.
Svipaður samhljóða vitnisburð-
ur rennir stoðum undir ótal-
margar aðrar furðusögur.
Ötrúlegustu frásögn biblí-
unnar — frásögnina um það
þegar sól og tungl stóðu kyrr
meðan Jósúa drap óvini sína,
— styðjast við samhljóða frá-
sagnir hvaðanæva úr heimin-
um. Áður en dr. Velikovsky
byrjar að vitna í þær frásagnir,
skrifar hann:
„Það leiðir af legu Vestur-
álfu að þegar miður dagur var
i ísrael hlýtur að hafa verið þar
nótt eða dögun. Við lítum í bæk-