Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 84
S2
Orval
aðeins tveim versum á undan
frásögninni um stöðnun sólar-
innar, að ,,þá lét Jahve stóra
steina falla yfir þá af himni.“
Enda þótt höfundur Jósúabók-
ar vissi ekkert um sambandið
milli þess að steinar féllu af
himnum og að jörðin stanzaði
á braut sinni, gefur hann ljósa
og vísindalega nákvæma lýs-
ingu á atburðinum.
Halastjarnan kom í fyrstu
„heimsókn“ sína á þeim tíma
þegar Faraó hélt Israelsmönn-
um i herleiðingu í Egyptalandi
og Jahve sendi plágur froska
og engispretta, steypiregn blóðs
og elds og myrkur sem ekki
létti, til þess að neyða hinn
aldna konung til að skipta um
skoðun. Bryan forsetaefni
mundi hafa trúað öllum þessum
sögum, en Darrow lögfræðing-
ur hæðst að þeim, en hvorugur
hefði getað sannað sitt mál.
Velikovsky tekur sér fyrii' hend-
ur að færa sönnur á, að allt
þetta hafi gerzt í raun og veru,
og að biblían reki nákvæmlega
atburðarás þessa stjarnfræði-
legu fyrirbrigða.
Til dæmis varð heimurinn
rauður meðan plágurnar gengu
yfir. Eitt fyrsta merkið um
komu halastjörnunnar var að
rauðu ryki rigndi yfir jörðina
þegar hinn loftkenndi hali
stjörnunnar straukst við jörð-
ina. I>að litaði vötn, ár og höf
rauð, og jörðin var öll rauð-
brún. Það er til frásögn sjónar-
■votta af þessu blóðregni, ekki
aðeins í biblíunni, heldur einnig
í ritum Maja-Indíána og Egypt-
ans Ipuwer, sem sjálfur horfði
á fyrirbrigðið. „Áin er blóð,“
segir hann, og það kemur heim
við orð biblíunnar í 2. Móse-
bók: ,,Og allt vatnið í ánni varð
að blóði“. Mengun vatnsins drap
fiskana, ,,og áin fúlnaði", segir
í 2. Mósebók. „Egyptar gátu
ekki drukkið vatn úr ánni“.
Hinn egypzki sagnamaður er
sammála og segir: „Menn þora
ekki að bragða það; þá þyrstir
í vatn. Hvað eigum við að gera?
Allt er í voða!“
Og þetta gerðist ekki aðeins í
löndum Araba. Hið rauða ryk,
sem særði hörund manna og
dýra, olli veikindum og dauða,
er frásagnarefni í mörgum öðr-
um löndum.
Og svo kom lokaplágan:
myrkrið — „og var þá niða-
myrkur í Egyptalandi í þrjá
daga“, sem lauk með trylltum
náttúruhamförum. Auðvitað,
segir Velikovsky, af því að
kjarni halastjörnunnar nálgað-
ist jörðina. Af samtíma heim-
ildum virðist mega ráða, að á.
eftir hafi rignt yfir jörðina
björgum og hnullungsgrjóti og
hún staðnað á braut sinni; hún
skalf og sleppti úr nokkrum
snúningum, en rétti sig svo
aftur og hóf ferð sína að nýju.
Sömu hamfarirnar gengu yf-
ir alla jörðina. Endurminningin
um hið langa myrkur lifir enn í
Finnlandi, Babýlon, Pei'ú og
víðar. I kínverskum sögnum frá