Úrval - 01.08.1956, Side 85
ÞEGAR SÓLIN STÖÐ KYRR
83
]peim tíma er sagt frá því, að
sólin settist ekki í marga daga;
eldur kom upp í skógunum, flóð-
alda, „sem náði til himins",
flæddi yfir landið.
Eftir að jörðin stanzaði hóf
hún að snúast á ný. Og nú rek-
um við okkur á dularfullt fyrir-
hrigði. Jörðin snýst frá vestri
til austurs. En hefur hún alltaf
gert það? Af gömlum stjörnu-
kortum virðist mega ráða, að
svo hafi ekki verið. Á loft
egypzkrar grafhvelfingar eru
máluð kort, sem sýna himininn
eins og hann var yfir Miðaust-
urlöndum bæði fyrir og eftir
hinar miklu hamfarir — og af
þeim má ótvírætt ráða, að snún-
ingur jarðar hefur breytzt í al-
veg gagnstæða átt. Plató talar í
,,Stjórnmálamanninum“ um
„breytingu á uppkomu og setri
sólar og annarra himintungla,
þannig að þau settust, á þeim
tímum, þar sem þau koma upp
nú.“ Og litlu síðar bætir hann
við: „Alheimurinn snýst á viss-
um tímum í sömu átt og nú, en
á öðrum tímum snýst hann í
gagnstæða átt. Af öllum þeim
breytingum, sem eiga sér stað
á himnum, er þessi stefnubreyt-
ing mest og algerust.“
Velikovsky leitar skýringa á
þessu hjá náttúruvísindunum.
Hann bendir á, að jörðin sé
geysistór segull. Þegar elding
lýstur segul, verða skipti á
segulskautunum; það sem áður
var suður verður norður og
öfugt. Skammhlaup milli jarð-
arinnar og einhvers annars
hnattar, t. d. halastjörnu, gæti
valdið því, að segulskaut jarð-
arinnar víxluðust í einu vet-
vangi.
Jarðfræðilegar athuganir
benda til, að eitthvað slíkt hafi
gerzt. Velikovsky vitnar í Alvin
Greene McNish, jarðeðlisfræð-
ing: „Rannsóknir á segvilmagni
nokkurra eldhrauna benda til,
að alger víxlun hafi orðið á
segulskautum jarðarinnar ein-
hvern tíma í jarðsögunni.“
Hvaða þátt átti Venus í þess-
um náttúruhamförum, sem
nærri lá að tortímdu jörðinni?
„Þetta er spurning," segir dr.
Velikovsky, „sem er mjög mikil-
væg.“
Að hans áliti var ástandið
þannig næstu sjö aldir eftir
daga Jósúa, að þjóðir heimsins,
sem goldið höfðu geysilegt af-
hroð í hinum miklu náttúruham-
förum, lifðu í stöðugum ótta
við að slíkar hamfarir dyndu
aftur yfir; spámenn þeirra ólu
á þeim ótta með spádómum sín-
um. Á þessum árum varð til ný
pláneta, þegar kjarninn úr hala-
stjörnunni þéttist og myndaði
Venus, hina fögru morgun-
stjörnu, sem markaði braut sína
umhverfis sólina.
Eru til sögulegar heimildir
fyrir þessu? Já, segir Velikov-
sky. Þeirri fullyrðingu sinni til
staðfestingar, að Venus hafi
orðið til um þetta leyti, verður
hann að geta fært sönnur á, að
fyrir þann tíma hafi aðeins f jór-