Úrval - 01.08.1956, Síða 90
88
tJRVAL
dauður í reipi sínu og út úr
munni hans hékk nauyaca, bit-
in til bana . . . það var vitan-
lega aðeins gömul Indíánahjátrú
sem hann í örvæntingu sinni
hafði gripið til. Það þekktist
ekkert móteitur gegn biti
nauyaca slöngunnar.
En einu gildir hve margir láta
lífið í þessu græna víti, það fást
alltaf nógir til að freista gæf-
unnar í leit að chiclc. Hið blygð-
unarlausa arðrán kaupmanna
virðist heldur ekki fæla neinn.
Enginn chiclero fer í leiðangur
fyrr en hann hefur eytt sínum
síðasta eyri og hann verður því
að fá lán fyrir útbúnaði og
matvælum. Kaupmennirnir eru
reiðubúnir að lána út á vænt-
anleg kaup gegn ríflegri hlut-
deild í væntanlegum hagnaði,
en þetta eru samvizkulausir arð-
ræningjar, sem nota sér neyð
hinna aðþrengdu chicleros,
svíkja þá og pretta á allan hátt
þannig að þeir eru jafnskuldug-
ir eftir leiðangurinn og þeir
voru fyrir. Og fæstir losna aftur
úr klóm þessara okrara. Til
lengdar hefur þetta ástand
lamandi áhrif á cáicZe-söfnun-
ina, og þessvegna hafa hinar
stóru amerísku tuggugúmmí-
verksmiðjur hvað eftir annað
reynt að koma skipulagi á söfn-
unina. En þeim hefur orðið lítið
ágengt. Kaupmennirnir lifa á
því að alltaf er nóg af auralaus-
um chicleros, sem neyðast til
að taka lán.
Indíánarnir, sem fást við
söfnun chicle eru afkomendur
Maja, hinnar fornu menningar-
þjóðar, sem Spánverjar komu
á vonarvöl. í Quintana Roo
eimir enn eftir af siðum hinna
fornu Maja. El kazík, ættar-
höfðinginn, drottnar einvaldur
yfir ættflokki sínum. Hann ann-
ast söluna á því chicle, sem
þegnar hans safna. Mexikó-
stjórn hefur neyðzt til að viður-
kenna einræði kazikanna. Með
því móti einu getur hún tryggt
nægilega söfnun c/iícZe-safans,
sem er mikilvægur þáttur í út-
flutningi landsins.
00-0
Kemur út á eitt!
Heiða er fimm ára, en ennþá hrædd við að sofa ein i barna-
herberginu. Móðir hennar segir við hana:
„Þú þarft ekki að vera hrædd, guð er hjá þér."
Heiða liggur kyrr nokkra stund, en klifrar svo fram úr rúm-
inu sínu, fer til pabba síns og mömmu, sem eru nýlögzt. fyrir.
og segir:
,,Af hverju getur pabbi ekki verið inni hjá gnði. Þá get ég
verið hjá mömmu." — Allt.