Úrval - 01.08.1956, Síða 98

Úrval - 01.08.1956, Síða 98
96 tJRVAL hjálpaði henni að stíga upp í vagninn og sagði auf Wieder- sehen um leið og hann lokaði vagnhurðinni — en það varð til þess, að Páll fór að velta því fyrir sér, hvort hún kynni að hafa verið ástmey hans fyrr meir. Páll elti vagn- inn að hótelinu, og gekk svo hratt, að hann var kominn að dyrunum, þegar söngkonan steig út úr vagninum. Svertingi með pípuhatt og í lafafrakka opnaði vængjahurðina og hún hvarf inn í hótelið. Andartakið, sem dyrnar stóðu opnar, fannst Páli sem hann gengi sjálfur inn í hótelið. Hon- um fannst sem hann gengi á eftir söngkonunni upp stigann, inn í hlýja og uppljómaði bygg- inguna, inn í undurfagra draumaveröld, þar sem allt var vafið dýrð og skrauti. Hann fór að hugsa um hina dularfullu rétti, sem væru bornir inn í mat- salinn, um grænu flöskurnar í ísfötunum, sem hann hafði séð á veizlumyndum í sunnudags- blöðunum. Snörp vindkviða herti á úrkomunni, og Páll uppgötv- aði, sér til skelfingar, að hann stóð úti á forugri götunni, að frakkinn hans var orðinn gegn- votur, að búið varað slökkva á Ijóskerum hljórnleikahallarinn- ar og að regnið myndaði eins- konar tjald milli hans og gula bjarmans frá gluggunum fyrir ofan hann. Þarna var það, sem hann þráði — ekki steinsnar frá honum. Meðan regnið lamdi andlit Páls, fór hann að velta því fyrir sér, hvort hann mundi alltaf verða dæmdur til að standa í myrkrinu fyrir utan. Hann snerist á hæli og gekk nauðugur í áttina til sporvagns- teinanna. Það hlaut að taka enda fyrr eða síðar, þetta sem alltaf beið hans heima: faðir hans á náttfötum í stiganum, útskýringar, sem ekki útskýrðu neitt, lygar, sem hann var van- ur að flækja sig í, herbergið hans með ljóta, gula veggfóðr- inu, hrörlegt skrifborðið, mynd- irnar af Georg Washington og' Calvin yfir málaða trérúminu, og innrammaða setningin: „Gef ið lömbunum mínum,“ sem móð- ir hans hafði saumað út með rauðu ullargarni. Páll átti engar endurminningar um móður sína. Hálfri stundu seinna steig Páll út úr sporvagninum og gekk hægt eftir einni þvergötunni, sem lá frá aðalgötunni. Þetta var mjög þokkaleg gata, þar sem öll húsin voru nákvæmlega eins, þar sem skrifstofumenn með litlar tekjur eignuðust og' ólu upp skara af börnum, sem öll gengu í sunnudagaskólann og lærðu litla kverið og höfðu á- huga á reikningi. Þau voru öll nauðalík eins og heimili þeirra, og tilbreytingarleysið sem þau lifðu í, einkenndi þau. Páll gekk aldrei eftir Kordelíugötunni án þess að það setti að honum hroll. Hann átti heima í næsta húsi við hús kirkjuvarðarins. Þetta kvöld nálgaðist hann heim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.