Úrval - 01.08.1956, Side 99
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR
9“
ili sitt eins og maður, sem hefur
heðið ósigur, hann var altekinn
af sama vonleysinu og ávallt
áður, þegar hann kom heim til
sin, því að hann vissi, að ekkert
beið hans þar annað en and-
styggð og smámunasemi. 1 sama
bili og hann beygði inn í Kor-
delíugötuna, fann hann hvernig
hryllingurinn hvolfdist yfir
hann. Eftir slíka lífsnautn, eins
og þá sem hann varð aðnjót-
andi í hljómleikahöllinni, var
hann ævinlega þunglyndur og
niðurbeygður, eins og menn
verða eftir svall; hann hataði
þokkalegt rúm og hversdagsleg.
an mat; hann hafði viðbjóð á
tilbreytingarleysi daglegs lífs;
og hann var haldinn sjúk-
legri þrá eftir svölum hlutum,
mildu ljósi og ferskum blóm-
um.
Því meir sem Páll nálgaðist
húsið, þeim mun erfiðara átti
hann með að sætta sig við það
sem beið hans þar, andstyggi-
lega svefnherbergið, kalda bað-
herbergið með óhreina zink-
geyminum, brotna speglinum og
leku vatnshönunum; faðir hans
efst í stiganum með loðna fót-
leggina niður undan náttskyrt-
unni og með flókaskó á fótun-
um. Hann hafði sjaldan komið
svona seint heim, og hann átti
áreiðanlega von á spurningum
og ásökunum. Páll snarstanzaði
fyrir framan hliðið. Hann fann,
að hann myndi ekki geta þolað
spurningar föður síns þetta
kvöld, að hann gæti ekki hugs-
að sér að liggja andvaka í rúm-
ræflinum. Hann var að hugsa
urn að fara ekki inn. Hann ætl-
aði að segja föður sínum, að
hann hefði ekki haft aura fyrir
sporvagnsmiða og það hefði auk
þess rignt svo mikið, að hann
hefði farið heim með einum pilt-
inum og verið hjá honum um
nóttina.
Hann var orðinn gegndrepa
og sárkaldur. Hann gekk að
bakhlið hússins og athugaði einn
kjallaragluggann; glugginn var
ólæstur og hann opnaði hann
og tróð sér inn um hann. Hann
lét sig síðan falla niður á kjall-
aragólfið. Hann stóð þarna og
hélt niðri í sér andanum, ótta-
sleginn yfir hávaðanum, sem
hann hafði valdið. En það ríkti
kyrrð í húsinu og það heyrðist
ekkert brak í stiganum. Hann
rakst á trékassa, bar hann að
bjarmanum frá eldstæðinu og
settist. Hann var dauðhræddur
við rottur og þessvegna reyndi
hann af fremsta megni að halda
sér vakandi. Hann starði skelfd-
ur úti í myrkrið og var enn
smeykur við að faðir hans hefði
vaknað. Gagnvart þvílíkum
geðshræringum eftir einn af
þeim viðburðum, sem mótuðu
daga og nætur úr hinu ömurlega
tómi almanaksins, var hugsun
Páls alltaf undarlega skýr. Ef
faðir hans hefði nú heyrt til
hans, þegar hann var að troð-
ast inn um gluggann og komið
niður og skotið hann í mis-
gripum fyrir þjóf. Eða setj-