Úrval - 01.08.1956, Side 99

Úrval - 01.08.1956, Side 99
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR 9“ ili sitt eins og maður, sem hefur heðið ósigur, hann var altekinn af sama vonleysinu og ávallt áður, þegar hann kom heim til sin, því að hann vissi, að ekkert beið hans þar annað en and- styggð og smámunasemi. 1 sama bili og hann beygði inn í Kor- delíugötuna, fann hann hvernig hryllingurinn hvolfdist yfir hann. Eftir slíka lífsnautn, eins og þá sem hann varð aðnjót- andi í hljómleikahöllinni, var hann ævinlega þunglyndur og niðurbeygður, eins og menn verða eftir svall; hann hataði þokkalegt rúm og hversdagsleg. an mat; hann hafði viðbjóð á tilbreytingarleysi daglegs lífs; og hann var haldinn sjúk- legri þrá eftir svölum hlutum, mildu ljósi og ferskum blóm- um. Því meir sem Páll nálgaðist húsið, þeim mun erfiðara átti hann með að sætta sig við það sem beið hans þar, andstyggi- lega svefnherbergið, kalda bað- herbergið með óhreina zink- geyminum, brotna speglinum og leku vatnshönunum; faðir hans efst í stiganum með loðna fót- leggina niður undan náttskyrt- unni og með flókaskó á fótun- um. Hann hafði sjaldan komið svona seint heim, og hann átti áreiðanlega von á spurningum og ásökunum. Páll snarstanzaði fyrir framan hliðið. Hann fann, að hann myndi ekki geta þolað spurningar föður síns þetta kvöld, að hann gæti ekki hugs- að sér að liggja andvaka í rúm- ræflinum. Hann var að hugsa urn að fara ekki inn. Hann ætl- aði að segja föður sínum, að hann hefði ekki haft aura fyrir sporvagnsmiða og það hefði auk þess rignt svo mikið, að hann hefði farið heim með einum pilt- inum og verið hjá honum um nóttina. Hann var orðinn gegndrepa og sárkaldur. Hann gekk að bakhlið hússins og athugaði einn kjallaragluggann; glugginn var ólæstur og hann opnaði hann og tróð sér inn um hann. Hann lét sig síðan falla niður á kjall- aragólfið. Hann stóð þarna og hélt niðri í sér andanum, ótta- sleginn yfir hávaðanum, sem hann hafði valdið. En það ríkti kyrrð í húsinu og það heyrðist ekkert brak í stiganum. Hann rakst á trékassa, bar hann að bjarmanum frá eldstæðinu og settist. Hann var dauðhræddur við rottur og þessvegna reyndi hann af fremsta megni að halda sér vakandi. Hann starði skelfd- ur úti í myrkrið og var enn smeykur við að faðir hans hefði vaknað. Gagnvart þvílíkum geðshræringum eftir einn af þeim viðburðum, sem mótuðu daga og nætur úr hinu ömurlega tómi almanaksins, var hugsun Páls alltaf undarlega skýr. Ef faðir hans hefði nú heyrt til hans, þegar hann var að troð- ast inn um gluggann og komið niður og skotið hann í mis- gripum fyrir þjóf. Eða setj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.