Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 107

Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 107
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR 105 En hve þetta hafði allt sam- an verið auðvelt og einfalt! Hingað var hann kominn og málið lá ljóst fyrir; í þetta skipti skyldi hann ekki vakna við vondan draum; það beið hans engin refsinorn á efsta stigaþrepinu. Hann lá og horfði á snjókornin, sem þyrluðust fyr- ir utan gluggann, unz hann féll í svefn. Þegar Páll vaknaði, var klukk- an orðin fjögur síðdegis. Hann rauk upp með andfælum; einn af hinum dýrmætu dögum hans var þegar liðinn! Hann var næstum klukkutíma að búa sig, enda skoðaði hann sig í krók og kring í speglinum. Allt var full- komið; hann var nákvæmiega eins piltur og hann hafði alltaf óskað sér að vera. Þegar hann kom út á götuna, fékk hann sér leigubíl og ók upp eftir Fimmtu götu til Central Park. Það var minni snjókoma en áður; bilarnir þutu hljóð- laust fram og aftur í skamm- degisrökkrinu; drengir með ull- artrefla um hálsinn þutu upp og niður húsatröppurnar. Ljósa. auglýsingarnar bar eins og marglita flekki við hvíta götuna. Hér og þar voru heilir blóma- garðar bak við rúðurnar, sem snjórinn hlóðst á og bráðnaði síðan af — fjólur, nellikur og liljur — og þessi blóm voru sér- staklega fögur og töfrandi, af því að þau stóðu í blóma, þrátt fyrir snjóinn umhverfis. Skemmtigarðurinn sjálfur var eins og dásamlegasta vetrar- landslag í leikhúsinu. Þegar Páll kom aftur, var rökkurstundin liðin og göturnar voru búnar að fá á sig nýjan svip. Fannkoman var meiri en áður, það stafaði birtu úr glugg- um hótelsins, sem gnæfði við himin og bauð ólmum Atlants- hafsstorminum byrginn. Löng, svört bílaruna mjakaðist eftir götunni, hér og þar kubbuð sundur af öðrum bílalestum, sem komu hornrétt á hana. Það var- röð af bílum fyrir utan hótel Páls, og bílstjórinn varð að bíða. Einkennisbúnir drengir hlupu fram og aftur undir tjalainu, sem spennt var yfir gangstétt- ina, fram og aftur eftir' rauða flosteppinu, sem lá frá dyrun- um út að götunni. Hvarvetna var ys og þys, asi og órói þús- und karla og kvenna, sem voru jafn skemmtanafíkin og Páll sjálfur, allsstaðar gat að líta skinandi tákn um almætti auðs- ins. Pilturinn beit á jaxlinn og skaut upp öxlunum, eins og hann hefði skyndilega vaknað til veruleikans; þráður allra harmleikja, inntak allra róman- tískra frásagna, taugaspenna allra æsiviðburða þyrluðust kringum hann eins og snjókorn- in. Hann brann eins og hrís- knippi í stormi. Þegar Páll kom niður til að snæða miðdegisverðinn, bárust ólgandi tónar hijómlistarinnar á móti honum gegnum ysinn. And-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.