Úrval - 01.08.1956, Side 108

Úrval - 01.08.1956, Side 108
106 ÚRVAL dyrið var troðfullt af fólki og hann lét fallast niður á einn af stólunum við vegginn, til þess að ná andanum. Ljósið, masið, ilmvatnsanganin, litaskrautið — andartak fannst honum þetta ætla að bera hann ofurliði. En það var ekki nema andartak; hann var jafningi þessa fólks, sagði hann við sjálfan sig. Hann gekk hægt um gangana, skrif- stofuna, reyksalina og setustof- urnar, rétt eins og hann væri að kanna einhverja töfrahöll, sem hefði verið reist og búin fólki fyrir hann einan. Þegar hann kom inn í mat- salinn, settist hann við borð úti við gluggann. Blómin, hvítu dúk- arnir, marglit vínglösin, hinir skrautlegu kjólar kvenfólksins, hljóðið, þegar tapparnir voru dregnir úr vínflöskunum, svell- andi hljómlistin — allt þetta sveif í glæstum ljóma gegnum draum Páls. Og þegar þar við bættist sá rósrauði blær, sem kampavínið varpaði á vitund hans — kampavínið, sem freyddi svalt og glitrandi í glasi hans — þá furðaði hann sig á því, að það skyldu yfirleitt finnast heið- arlegir menn í veröldinni. Fyrir þessu barðist allur heimurinn, hugsaði hann með sér. Hann fór að efast um að fortíð hans hefði verið raunveruleg. Hafði hann nokkurntíma þekkt stað, sem hét Kordelíugata, þar sem út- þrælkaðir skrifstofumenn stigu upp í sporvagninn á morgnana? Páli fannst þeir vera eins og tannhjól í vél -— viðbjóðslegir menn, sem væru alltaf með hár- tjásur af krökkunum á treyj- unum og matarþef í fötunum. Kordelíugatan — já, hún til- heyrði öðrum tíma og öðru landi! Hafði hann ekki alltaf lifað þessu lífi, setið hérna kvöld eftir kvöld eins lengi og hann gat munað, horft hugsandi út í salinn um leið og hann sneri svona vínglasi milli fingranna? Jú, hann var í rauninni sann- færður um að svo hefði verið. Hann fann hvorki til feimni né einstæðingsskapar. Hann langaði ekki til að kynnast þessu fólki nánar; hann langaði bara til að lifa 1 draumaheimi sínum og horfa á það, sem fram fór. Hann var ekki heldur einmana seinna um kvöldið, þegar hann sat í stúku sinni í leikhúsinu. Hann var orðinn alveg laus við allan taugaóstyrk, hann fann ekki lengur neina tilhneigingu hjá sér til að vera með derring eða setja. sig upp á móti um- hverfinu. Honum. fannst þvert á móti sem umhverfið hjálpaði honum til að njóta sín. Enginn efaðist um rétt hans til að bera hinn „konunglega purpura"; hann þurfti ekki annað en að bera hann. Hann þurfti ekkí annað en að líta á jakkann sinn til þess að sannfærast um, að hérna myndi enginn geta auð- mýkt hann. Hann tók nærri sér að hverfa úr skrautlegu setustofunni og fara að hátta um kvöldið, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.