Úrval - 01.08.1956, Síða 109

Úrval - 01.08.1956, Síða 109
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR 107 hann sat lengi og horfði á æð- andi storminn fyrir utan glugg- ann. Þegar hann fór í rúmið, lét hann ijós loga í svefnher- berginu; sumpart vegna gömlu hræðslunnar, sumpart til þess að hann þyrfti ekki að vera í neinum vafa, þótt hann vaknaði um nóttina; engin viðbjóðsleg hugsun um gult veggfóður, Washington eða Calvin yfir rúminu, gæti gripið hann. Á sunnudagsmorgun var borg- in þakin snjó. Páll snæddi morg- unverðinn seint, og síðar um daginn komst hann í kynni við galgopa einn frá San Francisco, Yalestúdent, sem kvaðst hafa komið til borgarinnar til þess að „rasa út“ yfir helgina. Ungi maðurinn bauðst til að kynna Páli næturlífið í borginni, og piltarnir lögðu upp í leiðangur- inn eftir kvöldverðinn og komu ekki aftur til hótelsins fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þeir höfðu lagt af stað hýrir af kampavíni og verið hin- ir kumpánlegustu; en þegar þeir skildu, varð fátt um kveðjur. Stúdentinn varð að flýta sér til þess að ná í lestina, og Páll fór í rúmið. Hann vaknaði klukkan tvö síðdegis daginn eftir, dauð- þyi'stur og af sér genginn, og hringdi á ísvatn, kaffi og dag- blöðin. Páll vakti enga tortryggni á hótelinu. Því verður ekki neitað, að hann stóð sig með ágætum og var á engan hátt tortryggi- legur. Nautn hans var aðallega fólgin í því að sjá og heyra, og framkoma hans var ekki að neinu leyti hneykslanleg. Helzta nautn hans var grá vetrarskím- an í setustofunni, blómin, fötin og breiði legubekkurinn, sígar- ettan og tilfinningin um vald og mátt. Hann minntist þess ekki að hafa notið sín betur. Það eitt að þurfa ekki að skrökva, að skrökva daglega, jók á sjálfs- álit hans. Hann hafði aldrei log- ið að gamni sínu, ekki einu sinni í skólanum, heldur einvörðungu til að vekja á sér athygli, til þess að undirstrika, hve ólíkur haiin væri hinum drengjunum í Kordelíugötunni. Og honum fannst hann vera miklu manns- legri og heiðvirðari nú, þegar hann þurfti ekki að vera að grobba á báðar hendur, heldur gat „valdið hlutverki sínu“ eins og kunningjar hans í leikhúsinu orðuðu það. Hann iðraðist ekki hót. Sæludagar hans liðu án þess að nokkurn skugga bæri á, og hann reyndi að gera hvern dag eins fullkominn og honum var unnt. Áttunda daginn eftir komuna til New York birtist frásögn af málinu í dagblöðunum í Pitts- burg, og það var skýrt frá svo mörgum smáatriðum í sambandi við það, að blöðin voru sýni- lega í fréttahraki. Denny & Car. son skýrðu frá því, að faðir piltsins hefði endurgreitt allt það fé, sem Páll hafði stolíð, og fyrirtækið hyggðist ekki kæra þjófnaðinn til yfirvaldanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.