Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 21
SHOYU — JAPÖNÖSK KJARNAPÆÐA
ÚRVAL
við öðrum 7 — staðreyndum
um kjarnafæðuna shoyu:
1) Þrátt fyrir 18% seltu-
innihald er shoyu ekki sérlega
salt á bragðið, algerlega gagn-
stætt vatni úr sjó, sem er að-
eins 3% salt, en þó nær ódrekk-
andi. Shoyu sér fyrir um þriðj-
ungi af saltþörf japanskra
heimila.
2) Shoyu er afar bakteríu-
drepandi. Tilraunir hafa sýnt,
að það getur á örskammri stund
gert út af við hættulega sýkla
í líkama mannsins.
3) Shoyu hefur styrkjandi
áhrif á hjartastarfsemina,
vegna þess að það inniheldur
efnið tyrosin. Sumir vísinda-
menn hafa beinlínis lýst því yf-
ir, að það sé þessum eiginleika
að þakka, hve duglegir Japanir
eru í erfiðum íþróttagreinum,
svo sem langhlaupum, glímu,
tennis o. fl., sem reyna mikið á
hjartað. Einnig benda þeir á,
að hjartasjúkdómar ýmsir eru
fátíðari meðal Japana en ann-
arra þjóða.
4) Shoyu er eingöngu fram-
leitt fyrir tilverknað smásærra,
lífrænna vera. Engin kemisk
efni eru notuð við framleiðslu
þess. Gersellur og bakteríur sjá
um efnabreytingar í sojabaun-
unum og hveitinu; eggjahvítan
í baununum breytist í amínosýr-
ur, og kolvetnið í hveitinu verð-
ur að vínanda og sykri, sem gef-
ur shoyu hið sérstaka bragð.
5) Shoyu inniheldur trypto-
phan — sjaldgæft en mjög dýr-
mætt efni, sem er ómissandi fyr-
ir líkamsvöxtinn. Þó að ekki séu
nema hundrað ár síðan Japanir
fóru að borða kjöt, stóð jap-
anska þjóðin þá sízt að baki
þeirri kynslóð, er nú byggir
landið, í líkamsbyggingu, hreysti
og kröftum, og er talið, að
tryptophanið í shoyuinu hafi
átt sinn mikla þátt í því.
6) Shoyu sameinar bragðefn-
in salt, sykur og edik í eina
þægilega heild, svo að þessi þrjú
efni eru algerlega óþörf á borð-
um Japana.
7) Shoyu hefur skipað önd-
vegissess í mataræði Japana í
meira en þúsund ár sem hnoss-
gæti, er enginn getur án verið.“
Hvað sem um þessi ummæli
japanska forstjórans má segja,
er það ekki f jarri sanni að ætla,
að við getum áður en langt líð-
ur óskað litlu undrabauninni frá
Austurlöndum gæfu og gengis
á frekari sigurför hennar um
heimsbyggðina. Við skulum
vona, að henni takizt að útrýma
saltkörum, piparbaukum og ed-
iksflöskum af borðum Evrópu-
manna, svo að þeir fái í staðinn
holla, bragðgóða og styrkjandi
fæðu, sem er allt í senn: nær-
ingarefni, salt, krydd og bragð-
bætir. Gildi hennar sem vöru á
heimsmarkaðnum sézt bezt á
því, að Japanir flytja árlega inn
7 milljónir tunna af sojabaun-
um frá Bandaríkjunum, og af
þeim fer helmingurinn til shoyu-
framleiðslu. Mikið er flutt út
af shoyu til Japana, sem búsett-
19