Læknaneminn - 01.10.1993, Side 7

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 7
UM NOTKUN SÝKLALYFJAI Sigurður Guðmundsson INNGANGUR SÝKLALYF ERU SÁ lyfjahópur sem einna mest er notaður bæði innan og utan sjúkrahúsa á Vesturlöndum. T.d. er um 25% lyfjakostnaðiu- á Borgarspítala vegna þessa lyfjaflokks. Eins og í flestum öðnmi lyfjatlokkum hefur þar orðið mikil og ör framþróun, sífellt eru að bætast við ný lyf og ábendingar þeirra að breytast, bæði vegna tilkomu nýrra sjúkdóma og breylinga á næmi lyfjanna. Notkmi sýklalyfja hér á landi hefur verið meiri undanfarinn áratug en í nágraimalöndum þó ekki séu eiulilítar skýringar á því. Notkunin er vissulega mest utan sjúkrahúsít en talið er að einungis 15% heildamotkimar sýklalyfja fari fram iiman veggja þeiira. Ymis vandamál tengjast notkun og ofnotkun sýklalyfja. Þau helstu eru kostnaður, aukaverkanir og myndun ónæmis. Sýklalyf, einkum ný sýklalyf, eru flest mjög dýr enda tekur venjulega mörg ár að þróa þau. Aukaverkanatíðni lyfja er mjög mismunandi eftir einstökum lyljum eða lyfjanokkum. Flestar rannsóknir benda þó til þess að um 5% sjúklinga, sem taki sýklalyf, fái af þeim aukaverkanir. Þessar tölur geta þó náð allt að 50-70%. Afdrifaríkasta vandamál sem tengist ofnotkun sýklalyfja er þó vafalítið myndmi ónæmis. Um það em mýmörg dæmi um allan heim. Hér á landi nægir að miima á pneumókokka en um 20% þeirra stofna sem hér greinast em nú ónæmir fyrir penicillúú og flestir þeirra ónænúr fyrir öðrum lyfjum sem imnt er að gela um munn. Uin 50% stofna Escherichia coli hér á landi eru ónæmir fyrir ampicillíni og vaxandi ónæmis gegn Höfundur er sérfrœdingur í lyflœkningurn og smitsjúkdómum og dósent i lyflœknisfrœöi við Háskóla Islands og starfar við lyflœkningadeild Landspítalans. amínóglýcósíðum er farið að gæta meðal Gramneikvæðra stafbaktería, bæði Enterobacteri- aceae og Pseudomonas. Mýmörg dænú eru um bein tengsl notkunar og ofnotkunar við úlurð ónæmis. Rétt notkun sýklalyfja skiptir því ekki eingöngu vemlegu máli fyrir famað sjúklingsins og bata heldur hefur hún eimúg bein álirif á þessi vandamál. Engar atlrugaiúr hafa verið gerðar hér á landi á hvemig sýklalyfjanotkim er háttað en ýmsar rannsóknir beggja vegna Atlantshafsins benda til að þar sé víða pottur brotinn. I flestum rannsóknum kemur fram að lytjameðferð hefur verið talin vemlega ábótavant eða beinlínis röng í 30-60% tilvika. Margar þessar rannsóknir hafa verið gerðar á stórum, virtum háskólasjúkrahúsum með mjög sterkum smitsjúkdómadeildum þannig að óvíst er að við stöndum okkur betur hér á landi. Tilgangur þessarar samantektar er því fyrst og fremst að reyna að bæta notkun þessara lyfja, gera liana markvissari og beinskeyttari. Að sjálfsögðu verður að hafa í huga að ekkert eitt er “rétt” í þessum efnum og eni skoðmúr að sjálfsögðu skiptar. Almennt er þó ástæða til að halda á lofti ódýrum kostum, séu þeir jafn góðir og hinir dýraii. Reynt er að leggja álierslu á notkun lyíja með þröngt verkunarsvið fremur en breitt o.s.frv. Fjallað verður í stuttu máli um nokkur almenn atriði er lúta að vali sýklalyfja, skömmtun þeirra, notkun þeiira í samsetiúngum og efúrlit með meðferð. Því næst verður fjallað um nokkrar nýjungar er tengjast einstökum lyfjum og lyfjaflokkum, einkum cefalósporínum, nýjum ÍJ laktam lyfjum og 6- laktamasa hemlum, amínóglýcósíðum, kínólónum og makrólíðum. Að lokum verður í grein II í næsta tölublaði reynt að draga saman kjöimeðferð við einstök- um sjúkdómum eða sjúkdómailokkum í stuttu máli. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 5

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.