Læknaneminn - 01.10.1993, Side 14

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 14
Helgi Birgisson1 Helgi Jónsson2 INNGANGUR VEFJAGIGT ER íslenska heitið á fíbromýalgíu- heilkenninu, en fyrsta tilraun til skilgreiningar þessa ástands var gerð 1977 (1). Einkennin hafa hins vegar verið þekkt mun lengur. Ymis erlend heili hafa verið nomð um þetta ástand eins og fíbrósítis, fíbrómýósítis, fíbrófascíitis og soft tissue rheumatism. A íslensku hefm verið talað um vöðvagigt (2), vöðvabólgu og útbreidd festumein. í íslenskum læknisfræðitímaritum og kennslubókum læknanema er lítið sem ekkert minnst á vefjagigt. Það er því tímabært að fjalla um þetta ástand á íslensku. Nokkrir aðilar hafa ramisakað algengi vefjagigtar, og hafa mjög mismunandi niðurstöður fengist. Algengistölur frá 2.1% í heilsugæslu (3) að 20.0% á gigtardeild (4) hafa verið nefndar, og virðist algengi færast í aukana með auknum fróðleik um þetta ástand. í nýlegri kömiun, sein gerð var í Arendal, tæplega fjörutíuþúsmid manna bæ við Oslóarfjörð, kom í ljós að 10.5% kvenna á aldrinum 20 til 49 ára liafa einkenni um vefjagigt (5). Meðalaldur veljagigtarsjúklinga er um 50 ár, en sjúkdómurinn getur byrjað mun fyrr, allt frá unglingsárum. Um 90% þeirra er þjást af vefjagigt eru konur. Líkur eru á því, að erfðir eigi sinn þátt í tilurð vefjagigtar, þar sem allt að 25% foreldra sjúklinga hafa einkenni hemiar og 12% afkomenda (6). Vefjagigt getur verið tengd öðrum sjúkdómum. 'Höfundur er lœknanemi við lœknadeild Háskóla Islands. 'Höfundur er sérfrœðingur í gigtarlœkningum og starfar á lyflækningadeild Landspítalans. Eins og við aðra sjúkdóma, þar sem orsakir eru óþekktar, er talað uin “prímera” vefjagigt, þ.e. þegar orsakir eru óþekktar en “sekúndera” vefjagigt, þegar um er að ræða fylgikvilla við aðra sjúkdóma (7). EINKENNI Algengustu einkenni vefjagigtar eru stoðkerfisverkir, stirðleiki, þreyta og svefntruflanir, og hjá flestum sjúklingum eru öll þessi einkenni til staðar (8). Stirðleikiim er algengastm á morgnana og er mjög breytilegur. Þreyta telst sjúkdómseinkenni, þegar sjúklingur er of þreyttur til að gera það sem hann langar tii. Meðal vefjagigtarsjúklinga er oft áberandi, að vissar endurteknar hreyfingar eins og að “skera brauð” eða að “hengja upp á snúru” verða mjög erfiðar vegna þreytu og verkja. Mikilvægt er að spyrjast fyrir um svefntruflun, en algengt er, að sjúklingar gefa sögu um einhvers konar svefnvandamál, og nær allir sjúklingar “vakna óúthvfldir” (9). Hjá vefjagigtarsjúklingum er aukin tíðni af kvíða, höfuðverk, dofatilfinningu, ristilkrampa, þurrki í augum og munni, bráðamigu (sensory urgency), tíðaverkjum og hand- og fótkulda. Yfirleitt má fá fram í sögu upplýsingar um þætti sem auka á einkenni. Algengastir þessara þátta eru kalt og rakt veður, hávaði, líkamlegt og andlegt álag, kvíði, stress, lélegur svefn og jafnvel mataræði. Tilurð (klímsk presentasjón) vefjagigtar er ekki vel þekkt, algengast er þó að sjúklingar liafi í upphafi fundið fyrir meira afmörkuðum verk, í herðum eða mjóbaki jafnvel með leiðslu í útlimi (10). Um fjórð- ungur sjúklinga gefur sögu um ákveðimi atburð sem setti einkennin af stað. Algengast er, að um slys, að- gerð eða annars konar veikindi liafi verið að ræða (11). 12 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.