Læknaneminn - 01.10.1993, Page 28

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 28
Hugleiðingar um atvinnuhorfur íslenskra lækna Kristján Oddsson1 Davíð O. Arnar2 FJÖLDI NEMA INNRITAST í læknisfræði við Háskóla Islands á hverju hausti, æda má að fáir þeirra leiði hugann að atvinnuhorfum að námi loknu. A undanförnum árum hefur þrengt talsvert að atvinnumarkaði lækna hér á landi og það fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti búist við að fá starf við hæfi á íslandi. Hér verður fjallað um atvinnuhorfur lækna í Evrópu og byggt að nokkru leyti á grein höfunda um sama efni er birtist í aprílhefti Læknablaðsins 1992 (1). Sú grein er unnin eftir spá Evrópusamtaka ungra sjúkrahúslækna, Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors (PWG) og Samnordisk arbetsgrupp för prognos- och specialistutbildningsfrágor (SNAPS-nefndin). Félag ungra lækna (FUL) er aðili að PWG en þau samtök gerðu nýlega könnun á atvinnuhorfum og atvinnuleysi lækna í V.-Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem samræmd könnun var gerð milli Evrópulanda á þessu sviði. Niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu um atvinnumál lækna í Evrópu haustið 1991 (2). SNAPS- nefndin er vinnunefnd á vegum læknafélaganna á Norðurlöndum sem aðallega fjallar um atvinnu- og sérfræðimenntunarmál (3). ATVINNULEYSIMEÐAL LÆKNA Þegar könnun PWG var gerð árið 1990 voru í V,- Evrópu um 1.054 milljónir lækna. Atvinnulausir læknar voru þá tæplega 62.000, eða um 6% (landsmeðaltöl 0-17.3%). Afþeim voru 60% ítalir, 'Höfundur stundar sérnám í heimilislækningum í Noregi. 2Höfundur stundar sérnám í lyflækningum við University of Iowa Hospitals át Clinics í Bandaríkjunum. 23% Þjóðverjar, 9% Spánverjar, 2.9% Austurríkis- menn og 2.6% Hollendingar. Atvinnuleysið var því aðallega að finna í þessum fimm löndinn en í þeim voru 57% allra lækna V.-Evrópu. FJÖLGUN LÆKNA í V.-EVRÓPU Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur læknum fjölgað jafnt og þétt í V.-Evrópu og er búist við að sú þróun haldi áfram til aldamóta. Læknum mim fjölga að meðaltali um 1.85% (af heildarfjöldanum) á ári á þessum áratug en það er rúmlega helmingi minna en fjölgunin sem varð á áratugnum 1980-1990. Aftur á móti er búist við að læknum fjölgi nánast ekkert í V.- Evrópu á áratugnum 2000-2010. Þessi þróun á reyndar ekki við um Island þar sem fjöldi lækna verður líklega mestur um árið 2010, eins og vikið verður að síðar. FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN í V.-Evrópu þyrfti eftirspum eftir læknmn að vera um 2.3% á ári að meðaltali umfram eðhlega endumýjun áratugirm 1990-2000 ef uppræta á allt atvinnuleysi fyrir aldamót og um 3-3.5% í þeim löndum þar sem atvinnuleysi er mest. Á árimum 2000-2010 þyrfti eftirspumin umfram eðlilega endumýjun hins vegar aðeins að vera um 0.4% á ári að meðaltali til þess að framboð og eftirspum haldist í hendur. Talið er að árið 2005 verði komið á jafnvægi milli framboðs og efúrspumar. Atvinnuástand lækna í V.-Evrópu virðist því vera nokkuð bærilegt þegar til lengri tíma er litið, gagnstætt því sem almennt hefur verið álitið. Aðalástæðumar fyrir þessu em tvær. I fyrsta lagi jókst ásókn verulega í læknanám á sjöunda áratugnum og útskrifuðum fjölgaði. Þessi fjölmenna kynslóð lækna mun ná eftirlaunaaldri upp úr aldamótum. 26 LÆKNANEMTNN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.