Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 28

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 28
Hugleiðingar um atvinnuhorfur íslenskra lækna Kristján Oddsson1 Davíð O. Arnar2 FJÖLDI NEMA INNRITAST í læknisfræði við Háskóla Islands á hverju hausti, æda má að fáir þeirra leiði hugann að atvinnuhorfum að námi loknu. A undanförnum árum hefur þrengt talsvert að atvinnumarkaði lækna hér á landi og það fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti búist við að fá starf við hæfi á íslandi. Hér verður fjallað um atvinnuhorfur lækna í Evrópu og byggt að nokkru leyti á grein höfunda um sama efni er birtist í aprílhefti Læknablaðsins 1992 (1). Sú grein er unnin eftir spá Evrópusamtaka ungra sjúkrahúslækna, Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors (PWG) og Samnordisk arbetsgrupp för prognos- och specialistutbildningsfrágor (SNAPS-nefndin). Félag ungra lækna (FUL) er aðili að PWG en þau samtök gerðu nýlega könnun á atvinnuhorfum og atvinnuleysi lækna í V.-Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem samræmd könnun var gerð milli Evrópulanda á þessu sviði. Niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu um atvinnumál lækna í Evrópu haustið 1991 (2). SNAPS- nefndin er vinnunefnd á vegum læknafélaganna á Norðurlöndum sem aðallega fjallar um atvinnu- og sérfræðimenntunarmál (3). ATVINNULEYSIMEÐAL LÆKNA Þegar könnun PWG var gerð árið 1990 voru í V,- Evrópu um 1.054 milljónir lækna. Atvinnulausir læknar voru þá tæplega 62.000, eða um 6% (landsmeðaltöl 0-17.3%). Afþeim voru 60% ítalir, 'Höfundur stundar sérnám í heimilislækningum í Noregi. 2Höfundur stundar sérnám í lyflækningum við University of Iowa Hospitals át Clinics í Bandaríkjunum. 23% Þjóðverjar, 9% Spánverjar, 2.9% Austurríkis- menn og 2.6% Hollendingar. Atvinnuleysið var því aðallega að finna í þessum fimm löndinn en í þeim voru 57% allra lækna V.-Evrópu. FJÖLGUN LÆKNA í V.-EVRÓPU Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur læknum fjölgað jafnt og þétt í V.-Evrópu og er búist við að sú þróun haldi áfram til aldamóta. Læknum mim fjölga að meðaltali um 1.85% (af heildarfjöldanum) á ári á þessum áratug en það er rúmlega helmingi minna en fjölgunin sem varð á áratugnum 1980-1990. Aftur á móti er búist við að læknum fjölgi nánast ekkert í V.- Evrópu á áratugnum 2000-2010. Þessi þróun á reyndar ekki við um Island þar sem fjöldi lækna verður líklega mestur um árið 2010, eins og vikið verður að síðar. FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN í V.-Evrópu þyrfti eftirspum eftir læknmn að vera um 2.3% á ári að meðaltali umfram eðhlega endumýjun áratugirm 1990-2000 ef uppræta á allt atvinnuleysi fyrir aldamót og um 3-3.5% í þeim löndum þar sem atvinnuleysi er mest. Á árimum 2000-2010 þyrfti eftirspumin umfram eðlilega endumýjun hins vegar aðeins að vera um 0.4% á ári að meðaltali til þess að framboð og eftirspum haldist í hendur. Talið er að árið 2005 verði komið á jafnvægi milli framboðs og efúrspumar. Atvinnuástand lækna í V.-Evrópu virðist því vera nokkuð bærilegt þegar til lengri tíma er litið, gagnstætt því sem almennt hefur verið álitið. Aðalástæðumar fyrir þessu em tvær. I fyrsta lagi jókst ásókn verulega í læknanám á sjöunda áratugnum og útskrifuðum fjölgaði. Þessi fjölmenna kynslóð lækna mun ná eftirlaunaaldri upp úr aldamótum. 26 LÆKNANEMTNN 2 1993 46. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.