Læknaneminn - 01.10.1993, Page 33
LÆKNISLISTIN,
HEIMSPEKIN OG SJÁLFSMORÐIÐ
Jóhann Björnsson
EINHVERNTIMAN Á staifsævi sinni má sérhver
læknir eiga von á því að vera beðinn um aðstoð vegna
sjálfsvígs. Hér á ég ekki við bón einstaklings sem
leitar aðstoðar til þess að vinna bug á óþægilegum
sjálfsvígshugsunum heldur þvert á móti bón um
aðstoð til þess að mega takast að svipta sig lífi á
öruggann og sem sársukaminnstan máta.
Bandarísku samtökin The Hemlock Society sem
stofnuð voru árið 1980 af blaðamanninum Derek
Humphrey eru þekkt fyrir baráttu sína fyrir rétti
einstaklingsins til dauðans. I þessari baráttu sinni
leggja þau áherslu á rétt lækna til þess að aðstoða þá
sem svipta vilja sig lífi, svo og lögleiðingu þessarar
læknisaðstoðar þar sem hún er víða ólögleg.
Meginástæða þess að vilja fá lækna til aðstoðar er
til þess að koma í veg fyrir mistök, óþarfa þjáningu
og slys sem oft fylgja sjálfsvígstilraunum.
Samtök þessi sem telja um 50.000 félagsmenn
hafa gefið út fjölda bóka tengdu hugðarefnum sínum
og er líklega þekktust bókin Final Exit, sem út kom
árið 1991 og varð metsölubók í Bandaríkjunum eftir
að hafa fengið mikla umfjöllun og orðið valdur að
deilum. Bók þessi hefur að geyma ýmsar leiðbeiningar
og ráð til þeirra sem svipta vilja sig lífi og eru til
dæmis veittar upplýsingar um sjálfsvígsaðferðir og
lagt mat á gæði þeirra með tilliti til árangurs, en einnig
er lögð áhersla á að tekið sé tillit til þeirra sem koma
að hinum látna, svo að sýn þeirra veki sem minnstaim
óhug.
Höfundur bókarinnar Derek Humphrey sagði í
viðtali eftir að bókin kom út (í Time 19. águst 1991)
að hluti af góðri læknislist væri að aðstoða fólk við að
komast burt frá lífinu rétt eins og að komast til lífsins.
Höfimdur stundar M.A. nám í heimspeki við Kaþólska
Háskólann í Leuven í Belgíu (Katholieke Universiteit).
Þar að auki var haft eftir honum í sama viðtali:
“Fólk vill geta haft einhverja stjórn á andláti
sínu. Bók mín er nokkurskonar trygging, huggari í
bókahillunni sem sýnir fólki að það er þess umkomið
að yfirgefa þetta lífeigi það við óbœrilega þjáningu að
stríða. ”(1)
Tilvist samtaka sem þessara og það sjónarmið
ýmissa einstaklinga að hver og einn skuli ráða
endalokum lífs síns vekur upp áleitnar spumingar
sem æskilegt er að sérhver læknir geti gefið vel mótuð
og góð svör við, hvert svo sem hans eigið sjónarmið er.
Spumingar þessar koma inná ýmis vandamál sem
óumflýjanlega fylgja læknisstarfinu og varða
skynsemi sjálfsvíga og gildi lífs og dauða; er sjálfsvíg
sjúkdómur eða frjálst val einstaklingsins, ber að hindra
þann sem hyggst svipta sig lífi, vill einhver deyja
dauðans vegna og svona mætti áfram telja.
Þessar spumingar og aðrar viðlíka sem fylgja
læknislistinni gera það að verkum að hún er að einum
þræði heimspekilegt fag og læknar ættu því ekki að
vera einungis tæknimenn sem lappa upp á sjúka
líkama heldur einnig heimspekingar sem kunna skil
á vandamálum þeim sem fylgir því að vera viti borin
vera gædd löngunum og tilfinningum.
AF TVENNSLAGS SJÁLFSVÍGUM
Hugmyndin um að sjálfsvíg séu í grund-
vallaratriðum tvennskonar; þ.e. annarsvegar
skynsamlegt, vel ígrundað og viljað sjálfsvíg (rational)
og hinsvegar óskynsamlegt og þrungið tilfinningahita
augnabliksins (emotional, irrational) em síður en svo
ný af nálinni. Stóumenn til foma trúðu á tilvist
skynsamlegra sjálfsvíga og ef svo færi að menn gætu
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
31