Læknaneminn - 01.10.1993, Side 39

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 39
Þetta líkan skýrir sjúkdómsgangiim við seinberkla (post-primary tuberculosis). FARALDSFRÆÐIBERKLA Á öndverðri síðustu öld komst dánartala berkla upp í um 1% á Englandi eða 1000 manns á áii á hverja 100 000 sem voru þá á lít'i (3). Hlutur berkla af öllum dánarorsökmn var um 20-30%. Lítill vali er á að við svo háa dánartölu varð náttúruval, sem var þeim í vil sem besta höfðu mótstöðuna. Á íslandi eru fyrstu skráningargögn frá 1911 og fór dánartalan af völdum berkla upp í 217/100 000 árið 1925 en féll síðan (4). Er talið að minna þröngbýli innanhúss, bættur húsakostur almemit, betia viðurværi og betri sinitgát hafi átt hlut að máli. Lyfin áttu líka hlut að máli eins og sést á mynd 2 þar sem ferillimi lmígur lnaðar eftir 1946 (5). Nýgengi berklaveiki minnkaði líka hratt en hefur síðustu 10 árin staðið í stað. Hundraðshluti þeirra sem eru eða hafa verið crlendir ríkisborgarar, meðal berklaveikra, hefur aukist (5-6). Tíðni jákvæðra berklaprófa á íslandi síðustu áratugi kemur fram á mynd 3. Þar sést eins og vænta má að forðalind berklabaktería er miðaldra og eldra fólkið en meðal hinna yngri eru jákvæð próf fátíð. Hnig hjá áttræðum og níræðum sýnir minnkaðan hæfileika líkamans til að bregðast við túberkúlín prótínum en vitað er að einnútt þessir háöldruðu einstaklingar voru meira útsettir fyrir berklabakteríur og ættu því að Tföni á 100.000 Mynd 2. Dánartala (á 100.000) og nýgengi berkla á íslandi 1911-1989. vera oftar jákvæðir en aðrir (7). Á nokkrum áratugum hliðrast toppurinn á ferlinum til hægri ef ekki verður innllæði af fólki með jákvæð berklapróf frá löndum þar sem berklar eru enn landlægir. í 14 Evrópulöndum minnkaði nýgengi berkla um 5.4% árlega á árunum 1974-1991. Alveg nýlega hefur skráðum berklatilfellum fjölgað í 8 löndum til viðbótar, þ.e.: Austurriki, Danmörk, frlandi, Hollandi, Noregi, Ítalíu, Bretlíuidi og Sviss. Ástæðan er aukinn fjöldi tilfella meðal imiflytjenda frá löndmn þar sem berklar eru enn algengir. Eyðnifaraldurinn virðist einungis eiga hlut að tilfellaaukningunni á Spáni, á Ítalíu og í París (8). í Afríku er hins vegar enginn vafi á að eyðni á verulega stóran hlut í aukningu berkla þótt hugsanlega konú fleira úl. Þróunin í Austm-Afríku er ískyggileg og hefur fjöldi skráðra berklatilfella á tímabilinu 1984-1990 aukist um 86% í Tanzaníu, um 180% í Malawi, uin 140% í Burundi og 154% í Zambíu svo eiltlivað sé nefnt. Slík þróun er óhjákvæmileg þegar eyðnifaraldur berst úl landa þar sem verulegur hluú af fólki á frjósemisskeiði er smitaður af berklabakteríum. Svipuð þróim er í gangi í Rómönsku Ameríku úl dæmis á Haiú, Honduras og víðar í Mið- Ameríku og eyríkjum Karíbahafs. Áhyggjuefni er hin manmnarga Asía því þar verður aukningin svo gríðarleg ef sama þróun verður í þeim heimshluta. í Biuidaríkjunuin minnkaði nýgengi berkla í áratugi fram úl 1985. Frá þeim vendipunkti og úl áramóta 1991-1992 jókst nýgengi hins vegar alls um 18%. Þetta fyrirbæri er eins og áður segir ekki einskorðað við Bandaríkin þótt þróunin þar hafi vakið mesta athygli hérlendis. Árið 1991 voru 56% allra 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 Aldurshópar Mynd 3. Algengi jákvædra berklaprófa á íslandi eftir 10-ára aldurshópum. Tölurnar upp til sjötugs sýna algengiö eins og það var á árunum 1966-1985 en árgangarnir frá 70-99 ára voru berklaprófadir 1987. Algengið á aldrinum 6-16 ára hefur á síðasta áratug verið um 1 afhverjum 1000prófuðum. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 37

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.