Læknaneminn - 01.10.1993, Page 42

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 42
lyfjaviðnám og getur verið verulegt vandamál við meðhöndlun sjúklinga. Áunnið lyfjaviðnám er eiginleiki sem ekki er einkennandi fyrir tegundina. Það verður til af manna völdum þ.e. við ranga meðhöndlun. Slíkt getur hafa gerst með tvemium hætti. Amiars vegar í einstaklingi vegna mistaka við val á berklalyfjum og/eða við framkvæmd meðferðar þannig að náttúruleg afbrigði með lyfjaviðnám hafa fengið svigrúm. Hins vegar getur annar einstaklingur smitast af slíku tilfelli. Þannig getur allt bíikteríuþýðið hjá nýjum sjúklingi verið með ónæmum bakteríum þótt viðkomandi hafi aldrei fengið berklameðferð. Ör-farsóttir (microepidemics) af berklum með lyfjaviðnám hafa komið upp í fangelsum og innan heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum á síðustu árum. A.m.k. 5 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist, þ;ir af einn sem ekki var smilaður af eyðniveiru. Vandamálið hvað varðar fjölónæma stofna er einkum bundið við tilteknar stórar borgir svo sein New York. I könnun sem gerð var þar á sýnum frá 1982-1984 var lyfjaónæmi hjá sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir áður 10% en árið 1991 var það 23%. Á tímabilinu jókst lyfjaviðnám við ísouíaziði úr 9% í 15% og við rifampíni úr 3% í 9%. Lyfjaviðnám við báðum lyfjunum samtímis jókst úr 3% í 7% (9). Hjá M. tuberculosis er talið að lyfjaviðnám myndist aðeins við sjálfkrafa (spontan) stökkbreytingar á litningum. Hingað til hefur ekki saimast að M. tuberculosis geti tekið upp DNA búta úr umhverfi sínu og ekki heldur með hjálp bakteríufaga eða ineð bakteríusamfönim (conjugation). Slík upptaka á DNA með tveimur síðastnefndu aðferðimiun er liins vegar þekkt hjá öðrmn bakteríum. Samkvæmt ofansögðu er því ljóst að viðnám hjá berklabakteríum kemur fram af manna völdum. Minnihluti bakteríaima fær vaxtarskilyrði sem aldrei hefðu amiars boðist t.d. við það að sjúklingurinn tók aðeins eitt af lyfjunmn eða að forskrilt fyrir meðferð var ekki rétt frá byrjun. Mörg atriði koma þama inn í myndina, til dæmis hvemig sjúklingi er sagt til og hvemig skilningur sjúklings er á því sem honuin er sagt. í þessu sambandi hafa tungumálaörðugleikar sérstaka þýðingu (nauðsynlegt er að hafa aðgang að túlkum í heilbrigðisþjónustu). Einnig má nefna tjáningarörðugleika á báða bóga, tímaleysi heilbrigðisstarfsfólks, óupplýsta sjúklinga og mismunandi menningarheiina sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks. Eiimig kemur til gáleysi og/ eða vankunnátta lækna og aimarra sem sjá um meðferð. Óvæntar aukaverkanir geta valdið því að sjúklingur ákveður upp á sitt eindæmi að hætta töku ákveðins lyfs. I stórum borgum og vissum þjóðfélögum eru afskiptir minnihlutahópar algengir. Þar koma til viðbótar efnaliagsleg og félagsleg vandamál eins og fátækt (sjúklingur kaupir aðeins hluta af lyfjunum og/ eða kemst t.d. ekki í eftirlit ef hann á ekki fyrir fargjaldinu), ofnotkun áfengis, lyfja og fíkniefna, stöðugir búferlaflutningar og fleira. í þróunar- löndunum bætast við enn íleiri atriði eins og skortur á lyfjmn, lélegar samgöngur, og oft á tíðum breytilegt áiferði, náttúruhamfarir og jafnvel stríðsástand. MEWERÐ Hafa verður í huga að meðferð berkla eins og aimarra sjúkdóma er alltaf einstaklingsbundin og á að taka mið af því, svo og öllum ytri aðstæðum. Sjónarmið þau sem koma fram að neðan ber að skoða í því ljósi. 1. Ef sjúklingur er með eðlilegt bakteríuþýði er í reynd íilltaf unnt að lækna berkla með bestu lyfjunum sem em rífampín (R), ísoníasíð (H) og pýrazínamíð (Z). Á Vesturlöndum hefur síðasta áratuginn dagleg sex mánaða meðferð með ofannefndu tríói (tveir mánuðir með R+H+Z og svo íjórir mánuðir með R og H) mikið verið notuð gegn berklum hafi fullt næmi verið til staðar. Lækmngaárangur batnar ekkert þó meðferðar túnimi sé lengdur t.d. upp í 9 mánuði. 2. Ef sjúklinguriim hefur áður verið meðhöndlaður með berklalyfjum eða kemur frá svæði þar sem mikið er um lyfjaviðnám, koma til sögunnar lyf eins og etambútol og streptómýcin. Ef fjárráð eru lítil eru ódýrari lyf oft notuð t.d. þíóacetazón. Önnur lyf eni notuð sem varalyf ef ekki er næmi fyrir lyfjunum að ofan: Eþíónamíð (og próþíónamíð), PAS, cyklóserín, kapreómýcín, kanamýcín og vankómýcin. Á síðustu árum hafa ný lyf komið l'ram svo sem flúorokínólón eins og óíloxacín, cíprófloxacín og sparfloxacín); eimúg rífabútín sem er skylt rífampíni. Um lyfjameðferð á berklum gildir almennt og líka ef upp er komið lyfjaviðnám að aldrei á að meðhöndla mcð einu lyfi né með aðeins einu virku lyfi. Önnur mjög mikilvæg regla, sem allt of oft er brotin, er að aldrei skal bœta við ei/iu stöku lyfi ef meðferð virðist ekki bera árangur. Vegna þess hve ræktun og næmispróf berklabaktería hefur tekið l;mg;ui tíma þar til á síðustu árum liggja íúðurstöður ekki alltaf fyrir þegar hefja 40 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.