Læknaneminn - 01.10.1993, Page 47

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 47
á íslensku árið 1974 í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar (Endimörk vaxtarins. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins). Þar er bent á að mikilvægir þættir svo sem fólksfjöldi, matvælaframlciðsla, iðnvæðing, mengun og notkun tæmanlegra auðlinda fara vaxandi. Maðurinn virðist gera ráð fyrir því að umhverfi hans þoli slíka þenslu. Þessir þættir vaxa hins vegar eftir ákveðinni reiknireglu sem nefnd hefur verið veldisvöxtur (exponential growth) og því líða ckki margir áratugir þar til auðlindir jarðarinnar verða uppumar og þar með er lífríki heimar og mamiskepnumiar ógnað. Bókin og umfjöllun um þessi mál féllu í góðan jarðveg hjá 68-kynslóðinni. Nokkrum árum síðar virtist umræðan þó að miklu leyti fallin í gleymsku fyrir annarri áhugaverðari um hagvöxt og efnishyggju. A síðustu árum hefur aftur vaknað áhugi á umhverfisvernd, nú af mun meiri krafti en áður og fyrirsjáanlegt er að hann eigi eftir að vaxa og verða almennari á næstu árum. A síðustu öldum hefur reyndar oft verið spáð ragnarökum og þá meira af trúarlegum innblæstri en vísindalegri þekkingu. Staðreyndir síðustu ára benda hins vegar til þess að lífríki jarðarimiar sé verulega ógnað eins og læknirinn og eldliugiim Helen Caldicott hefur bent á í bók sinni “If You Love this Planet” (4). Umfangsmesta heilsuvemdin í nánustu framtíð er því að varðveita það jafnvægi í lífríki jarðariimar sem pláss er fyrir (3,4,5). Alþjóðlegir ógnvaldar Á sjötta áratugnum var fyrst lýst hugtakinu “samfélagsvandaliðun” (community diagnosis) í fanddsfræðinni (6). Hér var um að ræða aðferð úl þess að lýsa heilbrigðisástandi í samfélaginu, greina það frekar og beita viðeigandi heilsuvemd fyrir heildina. Samfélagið (conununity) í þessum skilningi getur þá bæði verið bæjar- og sveitarfélög eða stærri eiiúngar s.s. öll þjóðin. Hér á eftir hef ég kosið að bæta við nýju hugtaki í sama anda og tala um “alþjóðavandaliðun” (intemational diagnosis). Þeir þættir sem ógna mest heilsu okkar núna og næstu áratugi eru m.a.: Fólksmergð, fátækt, stríð, fáfræði, kjamorkuvopn, kjamorkuúrgangsefni og mengun af efnaiðnaði. Fólksfjölgunin. Jarðarbúum fjölgar stöðugt með svipuðum hraða og kanínunum forðum í Ástralíu. Um árið 1900 var fjöldi jarðarbúa um einn milljarður, 1950 uin tveir milljarðar og 1990 um 5,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir að með svipuðum veldisvexti verði jarðarbúar 14 milljarðar á miðri næstu öld. Þessi gríðarlega fjölgun veldur afarmiklum heilsufarsvandamálum, einkiun í fátækum löndum. Fólksfjölgunin stafar að miklu leyti af fátækt, fáfræði fólksins og skorti á getnaðarvömum, en í sumum tilvikum tníarlegri afstöðu til getnaðarvama og fóstureyðinga. Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að takmarka barneignir svo sem skipulagðar ófrjósemisaðgerðir á Indlandi, en almeim fræðsla og menntun kvenna er talin árangursríkasta getnaðarvömin. Samkvæmt skýrslu OECD (Illness and Consequences. 1992. Genf. OECD) deyja þúsund börn í þriðja heiminum á hverri klukkustund vegna lungnabólgu, niðurgangs eða annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Um sex þúsund böm fimm ára og yngri deyja daglega vegna sjúkdóma sem hægt er að bólusetja fyrir s.s. mislinga, kíghósta og stífkrampa. Samtals deyja um þrettán milljóiúr barna á ári hverju í vanþróuðu löndunum vegna fátæktar og fáfræði. Munurinn á milli íbúa á norðurhveli jarðar og suðurhvelinu vex stöðugt. íbúar norðursins em aðeins lun 20% jarðarbúa en samt nota þeir um 80% af öllum auðlindunum og stýra fjánnagninu. Mörg minni lönd, flest þeirra í suðri, hafa lent í þeim vítahring að fara að safna erlendmn skuldum og eiga nú fullt í fangi með að borga vexti af lánunum. Þau em því skuldum valin og í rauiúnm að missa sjálfstæði sitt með þessu móti, íhlutun Ákvörðunarþættir heilbrigði Lífeðlisfræðilegir|| Atferlisffæðilegir|| Menningar- og félagslegir j Umhverfisþættir Heilsuefling______________________ ________ H Ahættuvamir _________________________________________________ " Heilsuvernd" ~ B 1 leilbrigóisrtiniisoknir I Mynd 1. Þœllir sem ákvarða heilbrigði og íhlutandi aðgerðir heilsuverndar. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 45

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.